Sport

Sanna það að eplið fellur ekki langt frá eikinni í íslenskum frjálsíþróttum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH.
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH. Vísir/Pjetur
Ísland sendir þrjá keppendur á heimsmeistaramót 19 ára og yngri í frjálsum íþróttum sem far fram í Bydgoszcz í Póllandi frá 19. til 24. júlí næstkomandi.

Tveir ÍR-ingar og einn FH-ingur eru í þessum heimsmeistaramótahóp Íslands. Þau sem fara eru tugþrautamaðurinn Tristan Freyr Jónsson úr ÍR, kringlukastarinn Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR og 400 metra hlauparinn Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH.

Frjálsíþróttasambandið segir frá þessu í fréttatilkynningu og vekur einnig athygli á því að af tveir af þremur keppendum Íslands á mótinu eiga foreldri sem gerði það gott á árum áður.

Árið 1988 var nefnilega móðir Þórdísar, Súsanna Helgadóttir og faðir Tristans, Jón Arnar Magnússon meðal keppenda á HM unglinga í frjálsum. "Eplið fellur því greinilega ekki langt frá eikinni," segir í fréttatilkynningu FRÍ.

Þjálfarar og fararstjórar í ferðinni verða Súsanna Helgadóttir, móðir Þórdísar og svo ÍR-ingurinn velkunni Þráinn Hafsteinsson.

Lágmörkin hjá krökkunum voru:

Tristan Freyr Jónsson ÍR

7261 stig í tugþraut drengja 18-19 ára (lágmark 7200 stig)

Tristan Freyr Jónsson úr ÍR

14,05 sekúndur í 110 metra grindarhlaupi (lágmark 14,20 sekúndur)

Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR

50,42 metrar í kringlukasti (lágmark 48,00 metrar)

Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH

54,80 sekúndur í 400 metra hlaupi (lágmark 57,20 sekúndur)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×