Samtök meðlagsgreiðenda Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 7. maí 2012 09:00 Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda. Það er eftirtektarvert að þótt 90% allra meðlagsgreiðenda séu einstæðir, þá hefur engin opinber stofnun nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra, né heldur veit hve stórt hlutfall þeirra er á vanskilaskrá. Þau gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum benda hins vegar til þess að allt að 75% meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Hins vegar hefur Hagstofan neitað ítrekuðum beiðnum um að fjöldi þeirra sé tekinn saman og unnar séu lífskjararannsóknir fyrir hópinn eins og tíðkast með aðra þjóðfélagshópa. Þótt Hagstofan viti upp á hár hversu mörg verpandi hænsni, kollóttar kindur og svín eru til á Íslandi, telur hún það sér ofviða að telja einstæða meðlagsgreiðendur, og samkvæmt svari hagstofustjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þessa efnis, telur hann peningum Hagstofu Íslands mun betur varið í að vanda frekari lífskjararannsóknir annarra þjóðfélagshópa. Vegna þessara staðreynda hljóta að vakna upp spurningar um áhugaleysi opinberra stofnana á högum þessa þjóðfélagshóps. Samtök meðlagsgreiðenda telja það algjört jafnréttis- og forgangsmál að meðlagsgreiðendur fái aðkomu að bótakerfinu líkt og aðrir foreldrar. Með þeirri aðkomu væri raunverulegt framlag þeirra til framfærslu barna þeirra viðurkennt af hinu opinbera. Það er ósk Samtaka meðlagsgreiðenda að Hagstofan og fræðasamfélagið hrindi af stað lífskjararannsóknum á þjóðfélagshópnum. Að þeim rannsóknum loknum verði fundin lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda sem taki tillit til raunverulegs framfærslukostnaðar þeirra við börn sín sem oft á tíðum dveljast til jafns á heimili lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Einnig er það krafa samtakanna að opinberar stofnanir, s.s. Innheimtustofnun sveitarfélaga og Umboðsmaður skuldara, styðjist við slík opinber neysluviðmið við innheimtu krafna. Auk þess að fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki ekki einungis tillit til meðlagsgreiðslna heldur einnig til ofangreindra neysluviðmiða og raunverulegrar framfærslu umgengnisforeldra. Að gefnum slíkum neysluviðmiðum fara samtökin fram á að Innheimtustofnun sveitarfélaga geri ekki kröfur á atvinnuleysisbætur eða lágmarkslífeyrisgreiðslur. Þrátt fyrir að Innheimtustofnun sveitarfélaga styðjist ekki við nokkur opinber viðmið eða rannsóknir í störfum sínum, hafa innheimtuaðgerðir stofnunarinnar verið hertar til muna frá hruni og er það orðin regla að skuldajafna vaxtabótum meðlagsgreiðenda við meðlagsskuldir. Eru harðar innheimtuaðferðir stofnunarinnar áhyggjuefni í ljósi þess að hún styðst hvorki við opinber viðmið né nokkrar lífskjararannsóknir um þann þjóðfélagshóp sem hún gerir kröfur til. Samtök meðlagsgreiðenda sjá ástæðu til að benda meðlagsgreiðendum í greiðsluaðlögun á, að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur engan rétt til að skuldajafna vaxtabótum þeirra þar sem þær eru áætlaðar tekjur í gildandi nauðasamningum. Félagsmenn hafa bent samtökunum á að slík skuldajöfnun sé ekki leiðrétt nema meðlagsgreiðendur fari sérstaklega fram á það. Er það sérstaklega mikilvægt að meðlagsskuldarar í greiðsluaðlögun hafi þetta í huga nú þegar sérstakar vaxtabætur voru greiddar út 1. maí. Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir á meðal stjórnmálamanna um að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum í vanda í gegnum barnabætur. Samtökin fagna öllum hugmyndum og framkvæmdum sem eru til þess fallin að aðstoða skulduga lögheimilisforeldra í vanda, en benda jafnframt á ójafnræðið í því að undanskilja meðlagsgreiðendur í slíkum aðgerðum þrátt fyrir að lífskjör þeirra séu mun lakari en hjá lögheimilisforeldrum. Þótt samtökin vilji veg lögheimilisforeldra sem mestan, bendum við á, að fleiri eru með börn á framfæri en lögheimilisforeldrar. Meðlagsgreiðendur eru einnig með börn sín á framfæri og eru meðlög hluti af framfærslu þeirra. Auk meðlaga þurfa þeir að leggja út í svipaðan kostnað og lögheimilisforeldrar, þar sem þeir kosta samgöngur, húsnæði, mat, tómstundir auk fatnaðs og læknisþjónustu fyrir börnin. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórnarflokkunum á að þeir þurfa að standa undir eigin stefnu um kynjaða hagstjórn og beina augum sínum að meðlagsgreiðendum sem mynda þann þjóðfélagshóp sem sárast á um að binda í dag. Einnig má benda á þá staðreynd að félagsmenn hafa m.a. sent fyrirspurn til fjármálaráðherra um skattaívilnun fyrir greiðendur meðlags, t.d. í formi aukins persónuafsláttar sem kæmi sér einstaklega vel við dýran heimilsrekstur nútímans. Fyrirspurninni var í stuttu máli hafnað. Með öðrum orðum, þeim konum og körlum sem greiða meðlag á Ísalandi í dag eru allar bjargir bannaðar, þ.e. með tilliti til aðkomu að bótum og ívilnunum af öllu tagi. Það er bjargföst sannfæring samtakanna að réttarbætur til handa meðlagsgreiðendum séu til þess fallnar að gera umgengni þeirra við börnin færari og sömuleiðis að létta undir með lögheimilisforeldrum sem að sjálfsögðu bætir lífsgæði barnanna almennt. Um það snýst þessi barátta, eingöngu. Að auka lífsgæði barnanna okkar. „Þeir sem vilja gerast félagsmenn samtakanna geta sent inn nafn og kennitölu á felagsadild@gmail.com.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. maí sl. voru stofnuð Samtök meðlagsgreiðenda sem hafa það að markmiði að standa vörð um réttindi meðlagsgreiðenda og knýja á um réttarbætur til handa þeim, m.a. með bættri aðkomu þeirra að bótakerfinu. Eins og sakir standa fá meðlagsgreiðendur engar barnabætur og er aðkoma meðlagsgreiðenda að vaxta- og húsaleigubótakerfinu nánast engin þar sem greiðendur meðlaga hafa sömu stöðu og barnslausir einstaklingar, sem ýmist eru einstæðir eða komnir í sambúð. Bætur til handa þeim skerðast því eins og um barnslausa einstaklinga sé að ræða jafnvel þótt meðlög séu aðeins lítill hluti af framfærslu meðlagsgreiðenda. Það er eftirtektarvert að þótt 90% allra meðlagsgreiðenda séu einstæðir, þá hefur engin opinber stofnun nokkrar upplýsingar um fjölda þeirra, né heldur veit hve stórt hlutfall þeirra er á vanskilaskrá. Þau gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum benda hins vegar til þess að allt að 75% meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Hins vegar hefur Hagstofan neitað ítrekuðum beiðnum um að fjöldi þeirra sé tekinn saman og unnar séu lífskjararannsóknir fyrir hópinn eins og tíðkast með aðra þjóðfélagshópa. Þótt Hagstofan viti upp á hár hversu mörg verpandi hænsni, kollóttar kindur og svín eru til á Íslandi, telur hún það sér ofviða að telja einstæða meðlagsgreiðendur, og samkvæmt svari hagstofustjóra til Umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar þessa efnis, telur hann peningum Hagstofu Íslands mun betur varið í að vanda frekari lífskjararannsóknir annarra þjóðfélagshópa. Vegna þessara staðreynda hljóta að vakna upp spurningar um áhugaleysi opinberra stofnana á högum þessa þjóðfélagshóps. Samtök meðlagsgreiðenda telja það algjört jafnréttis- og forgangsmál að meðlagsgreiðendur fái aðkomu að bótakerfinu líkt og aðrir foreldrar. Með þeirri aðkomu væri raunverulegt framlag þeirra til framfærslu barna þeirra viðurkennt af hinu opinbera. Það er ósk Samtaka meðlagsgreiðenda að Hagstofan og fræðasamfélagið hrindi af stað lífskjararannsóknum á þjóðfélagshópnum. Að þeim rannsóknum loknum verði fundin lágmarks neysluviðmið meðlagsgreiðenda sem taki tillit til raunverulegs framfærslukostnaðar þeirra við börn sín sem oft á tíðum dveljast til jafns á heimili lögheimilisforeldris og umgengnisforeldris. Einnig er það krafa samtakanna að opinberar stofnanir, s.s. Innheimtustofnun sveitarfélaga og Umboðsmaður skuldara, styðjist við slík opinber neysluviðmið við innheimtu krafna. Auk þess að fyrirgreiðslur Lánastofnunar íslenskra námsmanna taki ekki einungis tillit til meðlagsgreiðslna heldur einnig til ofangreindra neysluviðmiða og raunverulegrar framfærslu umgengnisforeldra. Að gefnum slíkum neysluviðmiðum fara samtökin fram á að Innheimtustofnun sveitarfélaga geri ekki kröfur á atvinnuleysisbætur eða lágmarkslífeyrisgreiðslur. Þrátt fyrir að Innheimtustofnun sveitarfélaga styðjist ekki við nokkur opinber viðmið eða rannsóknir í störfum sínum, hafa innheimtuaðgerðir stofnunarinnar verið hertar til muna frá hruni og er það orðin regla að skuldajafna vaxtabótum meðlagsgreiðenda við meðlagsskuldir. Eru harðar innheimtuaðferðir stofnunarinnar áhyggjuefni í ljósi þess að hún styðst hvorki við opinber viðmið né nokkrar lífskjararannsóknir um þann þjóðfélagshóp sem hún gerir kröfur til. Samtök meðlagsgreiðenda sjá ástæðu til að benda meðlagsgreiðendum í greiðsluaðlögun á, að Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur engan rétt til að skuldajafna vaxtabótum þeirra þar sem þær eru áætlaðar tekjur í gildandi nauðasamningum. Félagsmenn hafa bent samtökunum á að slík skuldajöfnun sé ekki leiðrétt nema meðlagsgreiðendur fari sérstaklega fram á það. Er það sérstaklega mikilvægt að meðlagsskuldarar í greiðsluaðlögun hafi þetta í huga nú þegar sérstakar vaxtabætur voru greiddar út 1. maí. Undanfarið hafa verið uppi hugmyndir á meðal stjórnmálamanna um að hjálpa skuldsettum barnafjölskyldum í vanda í gegnum barnabætur. Samtökin fagna öllum hugmyndum og framkvæmdum sem eru til þess fallin að aðstoða skulduga lögheimilisforeldra í vanda, en benda jafnframt á ójafnræðið í því að undanskilja meðlagsgreiðendur í slíkum aðgerðum þrátt fyrir að lífskjör þeirra séu mun lakari en hjá lögheimilisforeldrum. Þótt samtökin vilji veg lögheimilisforeldra sem mestan, bendum við á, að fleiri eru með börn á framfæri en lögheimilisforeldrar. Meðlagsgreiðendur eru einnig með börn sín á framfæri og eru meðlög hluti af framfærslu þeirra. Auk meðlaga þurfa þeir að leggja út í svipaðan kostnað og lögheimilisforeldrar, þar sem þeir kosta samgöngur, húsnæði, mat, tómstundir auk fatnaðs og læknisþjónustu fyrir börnin. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórnarflokkunum á að þeir þurfa að standa undir eigin stefnu um kynjaða hagstjórn og beina augum sínum að meðlagsgreiðendum sem mynda þann þjóðfélagshóp sem sárast á um að binda í dag. Einnig má benda á þá staðreynd að félagsmenn hafa m.a. sent fyrirspurn til fjármálaráðherra um skattaívilnun fyrir greiðendur meðlags, t.d. í formi aukins persónuafsláttar sem kæmi sér einstaklega vel við dýran heimilsrekstur nútímans. Fyrirspurninni var í stuttu máli hafnað. Með öðrum orðum, þeim konum og körlum sem greiða meðlag á Ísalandi í dag eru allar bjargir bannaðar, þ.e. með tilliti til aðkomu að bótum og ívilnunum af öllu tagi. Það er bjargföst sannfæring samtakanna að réttarbætur til handa meðlagsgreiðendum séu til þess fallnar að gera umgengni þeirra við börnin færari og sömuleiðis að létta undir með lögheimilisforeldrum sem að sjálfsögðu bætir lífsgæði barnanna almennt. Um það snýst þessi barátta, eingöngu. Að auka lífsgæði barnanna okkar. „Þeir sem vilja gerast félagsmenn samtakanna geta sent inn nafn og kennitölu á felagsadild@gmail.com.“
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun