Körfubolti

Samtals 44 leikja bönn fyrir slagsmálin á Filippseyjum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frá slagsmálunum.
Frá slagsmálunum. Vísir/EPA
Alþjóðakörfuknattleikssambandið dæmdi þrettán leikmenn í bann eftir slagsmál sem brutust út í leik landsliða Filippseyja og Ástralíu fyrr í sumar.

Vísir greindi frá slagsmálunum í byrjun júlímánaðar en þau brutust út í leik liðanna í undankeppni HM. Liðin voru nú þegar búin að tryggja sig áfram í milliriðil undankeppninnar.

Þrettán leikmenn voru reknir út úr húsi í kjölfar slagsmálanna og, þar af níu úr liði Filippseyja. Þeir þurftu því að klára leikinn með aðeins þrjá leikmenn inni á vellinum.







Tíu leikmenn Filippseyja hafa nú verið dæmdir í bönn, samtals fá þeir 35 leiki í bann, fyrir slagsmálin. Þrír leikmenn Ástrala fengu samtals níu leikja bann.

Þá voru bæði lið sektuð, filippseyska sambandið um 191 þúsund pund og það ástralska um tæp 77 þúsund pund.

Réttindi dómara leiksins hafa verið tekin af þeim tímabundið og munu þeir ekki dæma leiki á vegum FIBA næsta árið.

Bönn leikmanna vegna slagsmálanna:

Frá Filippseyjum:

Japeth Aguilar og Matthew Wright - einn leikur

Terence Romeo, Jayson Castro William, Andray Blatche og Jeth Rosario - þrír leikir

Roger Pogoy, Carl Cruz og Jio Jalalon - fimm leikir

Calvin Abueva - sex leikir

Joseph Uichico, aðstoðarþjálfari - þrír leikir

Vincent Reyes, þjálfari - einn leikur

Frá Ástralíu:

Chris Goulding - einn leikur

Thon Maker - þrír leikir

Daniel Kickert - fimm leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×