Innlent

Samningur Thorsil ekki í gildi

Kjartan Már Kjartansson
Kjartan Már Kjartansson
Samningur Thorsil við Reykjaneshöfn um uppbyggingu stóriðju á svæðinu tekur ekki gildi fyrr en samningar eru í höfn um orku til rekstursins. Því hefur samningur við Thorsil ekki tekið gildi. Þetta kemur fram sem skilyrði í samningi Thorsil við Reykjaneshöfn sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir undirskriftasöfnun sem nú er í gangi í bæjarfélaginu, þar sem deiliskipulagsvinnu bæjaryfirvalda er mótmælt, engu skipta því bærinn sé á einhvern hátt bundinn í báða skó.

„Við ætlum að klára allt sem snýr að okkur. Við vitum að verksmiðjan er ekki með starfsleyfi og raforku klára. Thorsil mun ekki gera neitt fyrr en það er tryggt. Það eru hins vegar hlutir sem við höfum ekkert um að segja og breytir engu hvað deiliskipulag okkar varðar,“ segir Kjartan Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×