Samningarnir gera notendum erfitt fyrir að flytja sandra guðrún guðmundsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:30 Inga Björk Bjarnadóttir býr í Borgarnesi en er í námi í Reykjavík; ef hún kýs að flytja þarf hún nýjan NPA-samning. Fréttablaðið/ernir Þar sem notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er fjármögnuð að 80 prósentum af sveitarfélögum og 20 prósentum af ríkinu eru notendur þjónustunnar óöruggir um hvað verður um þjónustusamninga sína ef þeir vildu flytja milli sveitarfélaga. Inga Björk Bjarnadóttir er nemi í listfræði við Háskóla Íslands. Hún er með lögheimili í Borgarnesi og NPA-samning. „Ég er enn í námi svo ég má hafa lögheimili í Borgarnesi,“ segir Inga en hún veit ekki hvað tekur við ef hún fengi vinnu í Reykjavík eða öðrum landshluta að loknu námi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um var löggildingu á NPA-samningum við fatlað fólk frestað um tvö ár og verkefnið því enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki getað bætt við nýjum samningum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Eins og stendur er því erfitt fyrir fólk að flytja milli bæjarfélaga, á meðan þetta er enn tilraunaverkefni þá fellur NPA-samningurinn niður við flutning nema Alþingi ákveði að lögfesta verkefnið fyrr.“ Björk segir að hún reikni ekki með að það verði bið eftir nýjum samningi við búferlaflutninga ef NPA verður lögfest. „Þá er þetta komið í lög og þá skapast réttur til þjónustunnar.“ Hún ítrekar að það sé vilji hjá Reykjavíkurborg til að lögfesta NPA.Sjá einnig: Segir stöðu mála í dag vera lögleysu Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir það að fullur vilji sé til þess að binda NPA-þjónustu í lög og segir frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi í dag miða við að það gerist fyrir árslok 2016. Hún segir ástæðu þess að lagasetningu hafi verið frestað ekki síst vera þá að nauðsynlegt sé að fá lengri tíma og aukna reynslu til að undirbúa innleiðingu vegna svo viðamikils verkefnis á landsvísu. Hún segir gerð nýrra samninga velta á því viðbótarfjármagni sem kann að vera til ráðstöfunar á árinu 2015 og fjármagni á fjárlögum 2016 sem og ákvörðun einstakra sveitarfélaga. Þór Þórarinsson hjá velferðarráðuneytinu segir ekki öruggt að notendur NPA geti flutt samningana milli sveitarfélaga þó svo að þjónustan verði bundin í lög. „Það væri kannski eðlilegast að það gerðist með þeim hætti en það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu þar sem hvert þjónustusvæði tekur ákvörðun um það.“ Hann segist þó vonast til að einhverjir nýir samningar bætist við á árinu. „Það gætu komið inn 10 nýir samningar,“ segir hann. „Við viljum reyna að ná góðri dreifingu um allt land en eðlilega eru flestir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest þar.“ Alþingi Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Þar sem notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er fjármögnuð að 80 prósentum af sveitarfélögum og 20 prósentum af ríkinu eru notendur þjónustunnar óöruggir um hvað verður um þjónustusamninga sína ef þeir vildu flytja milli sveitarfélaga. Inga Björk Bjarnadóttir er nemi í listfræði við Háskóla Íslands. Hún er með lögheimili í Borgarnesi og NPA-samning. „Ég er enn í námi svo ég má hafa lögheimili í Borgarnesi,“ segir Inga en hún veit ekki hvað tekur við ef hún fengi vinnu í Reykjavík eða öðrum landshluta að loknu námi. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um var löggildingu á NPA-samningum við fatlað fólk frestað um tvö ár og verkefnið því enn á tilraunastigi. „Við höfum ekki getað bætt við nýjum samningum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. „Eins og stendur er því erfitt fyrir fólk að flytja milli bæjarfélaga, á meðan þetta er enn tilraunaverkefni þá fellur NPA-samningurinn niður við flutning nema Alþingi ákveði að lögfesta verkefnið fyrr.“ Björk segir að hún reikni ekki með að það verði bið eftir nýjum samningi við búferlaflutninga ef NPA verður lögfest. „Þá er þetta komið í lög og þá skapast réttur til þjónustunnar.“ Hún ítrekar að það sé vilji hjá Reykjavíkurborg til að lögfesta NPA.Sjá einnig: Segir stöðu mála í dag vera lögleysu Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir það að fullur vilji sé til þess að binda NPA-þjónustu í lög og segir frumvarp sem liggur fyrir á Alþingi í dag miða við að það gerist fyrir árslok 2016. Hún segir ástæðu þess að lagasetningu hafi verið frestað ekki síst vera þá að nauðsynlegt sé að fá lengri tíma og aukna reynslu til að undirbúa innleiðingu vegna svo viðamikils verkefnis á landsvísu. Hún segir gerð nýrra samninga velta á því viðbótarfjármagni sem kann að vera til ráðstöfunar á árinu 2015 og fjármagni á fjárlögum 2016 sem og ákvörðun einstakra sveitarfélaga. Þór Þórarinsson hjá velferðarráðuneytinu segir ekki öruggt að notendur NPA geti flutt samningana milli sveitarfélaga þó svo að þjónustan verði bundin í lög. „Það væri kannski eðlilegast að það gerðist með þeim hætti en það er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu þar sem hvert þjónustusvæði tekur ákvörðun um það.“ Hann segist þó vonast til að einhverjir nýir samningar bætist við á árinu. „Það gætu komið inn 10 nýir samningar,“ segir hann. „Við viljum reyna að ná góðri dreifingu um allt land en eðlilega eru flestir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin er mest þar.“
Alþingi Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira