Samkeppniseftirlitið útilokar ekki rannsókn á olíufélögunum Svavar Hávarðsson skrifar 11. janúar 2016 06:00 Olíufélögin Samkeppniseftirlitið lýsir yfir furðu sinni á því að tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins skiluðu ekki inn tilboði í sölu á þúsundum tonna af eldsneyti til útgerða og smábátasjómanna í fyrra. Það gengur þvert á frumniðurstöður yfirstandandi markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaðnum – að meiri samkeppni virðist ríkja í sölu eldsneytis til fyrirtækja en einstaklinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag skiluðu tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti með verulegt magn af eldsneyti til á þriðja hundruð smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk Skerljungs tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði til allmargra útgerða þar sem Olís skilaði ekki inn tilboði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega að félögin hafi ekki skilað inn tilboði, og vísaði til samkeppnissjónarmiða í viðtali við Fréttablaðið. Forsvarsmenn Olís og N1 sögðu hins vegar að útboðsskilmálar hefðu verið óaðgengilegir fyrir margra hluta sakir, og ekki hafi komið til greina að greiða millilið vegna viðskipta með eldsneyti til sjómanna [Sjávarkaup hf. sem annaðist bæði útboðin]. Skeljungur telur hins vegar að útboðsskilmálar hafi verið með öllu eðlilegir, og tryggði sér viðskiptin í báðum útboðunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins: „Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að samkeppni sé virkust í stærri viðskiptum kemur það Samkeppniseftirlitinu verulega á óvart að aðeins eitt af stóru olíufélögunum hafi sóst eftir viðskiptum sem eru nokkuð umfangsmikil. Hafi átt sér stað einhver samskipti, milli olíufélaganna sem ekki buðu, sem með beinum eða óbeinum hætti varða umrætt útboð væri um alvarlegt mál að ræða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar engar upplýsingar um að svo hafi verið,“ skrifar Páll Gunnar og bætir við að búi einhver yfir slíkum upplýsingum geti viðkomandi snúið sér til eftirlitsins. Spurður hvort sú staðreynd að tvö félög af þremur stærstu taka ekki þátt í útboðum á rúmlega 18% af öllu eldsneyti sem selt er til útgerðarinnar á ársgrundvelli sé ein og sér tilefni til rannsóknar, svarar Páll Gunnar. „Við munum leggja mat á það þegar við höfum fengið fram sjónarmið við frummatsskýrslunni,“ og vísar til markaðsrannsóknar eftirlitsins. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lýsir yfir furðu sinni á því að tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins skiluðu ekki inn tilboði í sölu á þúsundum tonna af eldsneyti til útgerða og smábátasjómanna í fyrra. Það gengur þvert á frumniðurstöður yfirstandandi markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaðnum – að meiri samkeppni virðist ríkja í sölu eldsneytis til fyrirtækja en einstaklinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag skiluðu tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti með verulegt magn af eldsneyti til á þriðja hundruð smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk Skerljungs tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði til allmargra útgerða þar sem Olís skilaði ekki inn tilboði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega að félögin hafi ekki skilað inn tilboði, og vísaði til samkeppnissjónarmiða í viðtali við Fréttablaðið. Forsvarsmenn Olís og N1 sögðu hins vegar að útboðsskilmálar hefðu verið óaðgengilegir fyrir margra hluta sakir, og ekki hafi komið til greina að greiða millilið vegna viðskipta með eldsneyti til sjómanna [Sjávarkaup hf. sem annaðist bæði útboðin]. Skeljungur telur hins vegar að útboðsskilmálar hafi verið með öllu eðlilegir, og tryggði sér viðskiptin í báðum útboðunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins: „Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að samkeppni sé virkust í stærri viðskiptum kemur það Samkeppniseftirlitinu verulega á óvart að aðeins eitt af stóru olíufélögunum hafi sóst eftir viðskiptum sem eru nokkuð umfangsmikil. Hafi átt sér stað einhver samskipti, milli olíufélaganna sem ekki buðu, sem með beinum eða óbeinum hætti varða umrætt útboð væri um alvarlegt mál að ræða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar engar upplýsingar um að svo hafi verið,“ skrifar Páll Gunnar og bætir við að búi einhver yfir slíkum upplýsingum geti viðkomandi snúið sér til eftirlitsins. Spurður hvort sú staðreynd að tvö félög af þremur stærstu taka ekki þátt í útboðum á rúmlega 18% af öllu eldsneyti sem selt er til útgerðarinnar á ársgrundvelli sé ein og sér tilefni til rannsóknar, svarar Páll Gunnar. „Við munum leggja mat á það þegar við höfum fengið fram sjónarmið við frummatsskýrslunni,“ og vísar til markaðsrannsóknar eftirlitsins.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Sjá meira