Samkeppniseftirlitið útilokar ekki rannsókn á olíufélögunum Svavar Hávarðsson skrifar 11. janúar 2016 06:00 Olíufélögin Samkeppniseftirlitið lýsir yfir furðu sinni á því að tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins skiluðu ekki inn tilboði í sölu á þúsundum tonna af eldsneyti til útgerða og smábátasjómanna í fyrra. Það gengur þvert á frumniðurstöður yfirstandandi markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaðnum – að meiri samkeppni virðist ríkja í sölu eldsneytis til fyrirtækja en einstaklinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag skiluðu tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti með verulegt magn af eldsneyti til á þriðja hundruð smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk Skerljungs tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði til allmargra útgerða þar sem Olís skilaði ekki inn tilboði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega að félögin hafi ekki skilað inn tilboði, og vísaði til samkeppnissjónarmiða í viðtali við Fréttablaðið. Forsvarsmenn Olís og N1 sögðu hins vegar að útboðsskilmálar hefðu verið óaðgengilegir fyrir margra hluta sakir, og ekki hafi komið til greina að greiða millilið vegna viðskipta með eldsneyti til sjómanna [Sjávarkaup hf. sem annaðist bæði útboðin]. Skeljungur telur hins vegar að útboðsskilmálar hafi verið með öllu eðlilegir, og tryggði sér viðskiptin í báðum útboðunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins: „Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að samkeppni sé virkust í stærri viðskiptum kemur það Samkeppniseftirlitinu verulega á óvart að aðeins eitt af stóru olíufélögunum hafi sóst eftir viðskiptum sem eru nokkuð umfangsmikil. Hafi átt sér stað einhver samskipti, milli olíufélaganna sem ekki buðu, sem með beinum eða óbeinum hætti varða umrætt útboð væri um alvarlegt mál að ræða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar engar upplýsingar um að svo hafi verið,“ skrifar Páll Gunnar og bætir við að búi einhver yfir slíkum upplýsingum geti viðkomandi snúið sér til eftirlitsins. Spurður hvort sú staðreynd að tvö félög af þremur stærstu taka ekki þátt í útboðum á rúmlega 18% af öllu eldsneyti sem selt er til útgerðarinnar á ársgrundvelli sé ein og sér tilefni til rannsóknar, svarar Páll Gunnar. „Við munum leggja mat á það þegar við höfum fengið fram sjónarmið við frummatsskýrslunni,“ og vísar til markaðsrannsóknar eftirlitsins. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lýsir yfir furðu sinni á því að tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins skiluðu ekki inn tilboði í sölu á þúsundum tonna af eldsneyti til útgerða og smábátasjómanna í fyrra. Það gengur þvert á frumniðurstöður yfirstandandi markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaðnum – að meiri samkeppni virðist ríkja í sölu eldsneytis til fyrirtækja en einstaklinga. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag skiluðu tvö af þremur stóru olíufélögunum á Íslandi, N1 og Olís, ekki inn tilboði til að tryggja sér viðskipti með verulegt magn af eldsneyti til á þriðja hundruð smábátasjómanna. Skeljungur tryggði sér samninginn í lok árs 2015 en auk Skerljungs tók Atlantsolía þátt í útboðinu. Í október var sama uppi á teningnum í útboði til allmargra útgerða þar sem Olís skilaði ekki inn tilboði. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, gagnrýndi harðlega að félögin hafi ekki skilað inn tilboði, og vísaði til samkeppnissjónarmiða í viðtali við Fréttablaðið. Forsvarsmenn Olís og N1 sögðu hins vegar að útboðsskilmálar hefðu verið óaðgengilegir fyrir margra hluta sakir, og ekki hafi komið til greina að greiða millilið vegna viðskipta með eldsneyti til sjómanna [Sjávarkaup hf. sem annaðist bæði útboðin]. Skeljungur telur hins vegar að útboðsskilmálar hafi verið með öllu eðlilegir, og tryggði sér viðskiptin í báðum útboðunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins: „Í ljósi þeirrar niðurstöðu skýrslunnar að samkeppni sé virkust í stærri viðskiptum kemur það Samkeppniseftirlitinu verulega á óvart að aðeins eitt af stóru olíufélögunum hafi sóst eftir viðskiptum sem eru nokkuð umfangsmikil. Hafi átt sér stað einhver samskipti, milli olíufélaganna sem ekki buðu, sem með beinum eða óbeinum hætti varða umrætt útboð væri um alvarlegt mál að ræða. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar engar upplýsingar um að svo hafi verið,“ skrifar Páll Gunnar og bætir við að búi einhver yfir slíkum upplýsingum geti viðkomandi snúið sér til eftirlitsins. Spurður hvort sú staðreynd að tvö félög af þremur stærstu taka ekki þátt í útboðum á rúmlega 18% af öllu eldsneyti sem selt er til útgerðarinnar á ársgrundvelli sé ein og sér tilefni til rannsóknar, svarar Páll Gunnar. „Við munum leggja mat á það þegar við höfum fengið fram sjónarmið við frummatsskýrslunni,“ og vísar til markaðsrannsóknar eftirlitsins.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira