Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann Bjarki Ármannsson skrifar 16. maí 2015 17:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira