Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann Bjarki Ármannsson skrifar 16. maí 2015 17:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira