Sambíóin draga uppsagnirnar til baka Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. maí 2014 13:16 "Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ sagði Brynja í samtali við Vísi í gær. Uppsagnir tveggja ungra kvenna í Sambíóunum hafa verið dregnar til baka að því er fram kemur í tilkynningu frá bíóinu. Þar segir að uppsagnirnar sem tengdar hafi verið mistökum sem gerð voru í bíóinu við Álfabakka hafi verið dregnar til baka og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hafi verið frestað. Uppsagnir kvennanna, Sesselju Þrastardóttur og Brynju Sifjar Sigurjónsdóttur, hafa vakið talsverða athygli. Báðar höfðu þær verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlega athugasemdir á Facebook. Í kjölfarið fengu þær uppsagnabréf. Meðal þess gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. Í gær var boðað til Sambíógestaverkfalls. Þar var fólk hvatt til þess að sniðganga Sambíóin vikuna 11. til 18. maí. Á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að viðburðurinn var stofnaður skráðu 1200 manns sig á hann. Nú hafa yfir fimm þúsund manns skráð sig.„Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ sagði Brynja í samtali við Vísi í gær. „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“Tryggt eins og kostur er að jafnræði ríki Stjórnendur Sambíóanna biðjast afsökunar á þessum mistökum. Þeir árétta að á næstu dögum verði farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins. Í tilkynningu frá þeim í gær sagði að vegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafi í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag hafi Sambíóin tekið upp fyrst íslenskra bíóhúsa. Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins. Tengdar fréttir Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15 Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Uppsagnir tveggja ungra kvenna í Sambíóunum hafa verið dregnar til baka að því er fram kemur í tilkynningu frá bíóinu. Þar segir að uppsagnirnar sem tengdar hafi verið mistökum sem gerð voru í bíóinu við Álfabakka hafi verið dregnar til baka og fyrirhuguðum skipulagsbreytingum innan bíósins hafi verið frestað. Uppsagnir kvennanna, Sesselju Þrastardóttur og Brynju Sifjar Sigurjónsdóttur, hafa vakið talsverða athygli. Báðar höfðu þær verið viðriðnar umræðu um kynjaskiptingu verkefna í vinnunni. Umræðurnar fóru meðal annars fram í hópnum Kynlega athugasemdir á Facebook. Í kjölfarið fengu þær uppsagnabréf. Meðal þess gagnrýnt var var tölvupóstur frá yfirmanni bíóhússins þess efnis að strákar mættu ekki vinna einir í sjoppunni. Í gær var boðað til Sambíógestaverkfalls. Þar var fólk hvatt til þess að sniðganga Sambíóin vikuna 11. til 18. maí. Á fyrstu tveimur klukkustundunum eftir að viðburðurinn var stofnaður skráðu 1200 manns sig á hann. Nú hafa yfir fimm þúsund manns skráð sig.„Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ sagði Brynja í samtali við Vísi í gær. „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“Tryggt eins og kostur er að jafnræði ríki Stjórnendur Sambíóanna biðjast afsökunar á þessum mistökum. Þeir árétta að á næstu dögum verði farið yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins. Í tilkynningu frá þeim í gær sagði að vegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafi í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag hafi Sambíóin tekið upp fyrst íslenskra bíóhúsa. Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.
Tengdar fréttir Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15 Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem var sagt upp frá Sambíóunum nýverið vegna umræðu um kynbundna verkaskiptingu hefur ekkert heyrt frá fyrirtækinu. 7. maí 2014 07:15
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00
"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43