Samband forsetanna skyldi ekki vanmeta Svavar Hávarðsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Það hefur vakið athygli að sérstaklega vel virðist fara á með þeim Ólafi Ragnari og Pútín Rússlandsforseta. Það er nefnt sem hugsanleg skýring á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Ef það er einhver ein spurning sem brennur á mönnum eftir að rússnesk stjórnvöld tilkynntu um víðtækt viðskiptabann á Vesturlönd þá er hún af hverju Ísland er ekki á þeim lista. Ekkert einhlítt svar er þó gefið við spurningunni en kenningarnar eru nokkrar. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á fimmtudag um innflutningsbann gagnvart Vesturlöndum, sem tók gildi tafarlaust. Bannið er augljóslega svar þeirra við sífellt hertum viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja í kjölfar afskipta Rússa í Úkraínu. Bannið er víðtækt, nær til Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Noregs.Noregur ekki Ísland Vera Noregs á listanum en ekki Íslands vekur sérstaka athygli, og ekki að ósekju. Noregur hefur sömu stöðu gagnvart Rússlandi, hefur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Vert er að velta því upp að Liechtenstein, þriðja ríkið sem nýtur þessara réttinda í gegnum samninginn, er þar ekki heldur að finna. Bæði Ísland og Noregur hafa fordæmt framgang Rússa í Úkraínu og styðja fyrrnefndar viðskiptaþvinganir héðan að vestan. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur farið til Úkraínu í tvígang til að sýna stuðning íslenskra stjórnvalda við málstað þeirra og talað tæpitungulaust opinberlega. Fréttin af innflutningsbanninu var ekki gömul þegar Gunnar Bragi lýsti því yfir í fjölmiðlum að þessi aðgerð Rússa breytti engu varðandi afstöðu Íslands til deilumálanna sem stigmagnast dag frá degi. Indra Øverland, framkvæmdastjóri hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI), sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að það væri erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, en varpaði því fram að Rússar hefðu kannski hreinlega gleymt Íslandi eða fyndist það ekki skipta máli vegna smæðarinnar. Önnur skýring hans var að Rússar vildu jafnvel halda opinni leið fyrir innflutning á vestrænum vörum sem þeir hefðu annars flutt frá þeim löndum sem skipa listann.Forsetinn Í samtölum Fréttablaðsins við þá sem gerst þekkja til alþjóðastjórnmála hefur það verið nefnt að samband íslenskra ráðamanna við Rússa gæti skipt máli í samhengi við gjörning Rússa. Nafn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er þá fyrst og oftast nefnt í því samhengi. Gott samband Ólafs Ragnars við Vladimír Pútín Rússlandsforseta er vel kynnt. Síðast var Ólafur Ragnar meðal gesta í sérstakri móttöku Pútíns í tilefni af setningu Vetrarólympíuleikanna í Sotsí í febrúar. Fimm mánuðum áður ræddu þeir á sérstökum fundi um norðurslóðamál, vaxandi samstarf Íslendinga og Rússa á sviðum viðskipta, ferðaþjónustu og orkumála sem og menningaratburði á Íslandi og í Rússlandi í tengslum við það að sjötíu ár eru liðin frá því að löndin tóku upp formlegt stjórnmálasamband.Ólafur reiðist Þá er þess skemmst að minnast að Ólafur Ragnar setti harkalega ofan í við Ingvild Næss Stub, staðgengil utanríkisráðherra Noregs, á fundi um norðurslóðamál í Nordland-háskólanum í Noregi í mars síðastliðnum. Stub gerði þar málefni Úkraínu og Rússlands að umtalsefni, sem Ólafi Ragnari mislíkaði. Taldi hann fundinn óviðeigandi vettvang til að ræða milliríkjadeiluna og umræðuna jafnvel geta verið skaðlega fyrir samband Íslands og Noregs við Rússa í norðurslóðamálum. Stub blés á gagnrýni Ólafs Ragnars og sagði málið það alvarlegt að vettvangur umræðunnar skipti engu máli. Um brot á alþjóðalögum væri að ræða og afstöðu Noregs, bandamanna þeirra, Evrópusambandsins og NATO yrði að halda á lofti. Aðspurður hvort samband íslenskra og rússneskra ráðamanna, ekki síst forsetanna Ólafs Ragnars og Pútíns, gæti hafa ráðið einhverju í þessu samhengi segir Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, að alls ekki sé hægt að útiloka þann möguleika. Jón segist að sama skapi vantrúaður á það að rússneskir embættismenn hafi „gleymt“ Íslandi og við séum ekki á listanum þess vegna.Enn mikilvægasti markaður Íslands Engin trygging er fyrir því að Ísland lendi ekki á lista Rússa yfir þau lönd sem innflutningsbannið nær til. Hagsmunir Íslands eru fyrst og síðast vegna útflutnings sjávarafurða – ekki síst þeirra sem tengjast uppsjávarveiðum og -vinnslu. Ef litið er til síðasta árs var Rússland mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir makrílafurðir; og reyndar aðrar uppsjávartegundir. Rússar keyptu afurðir uppsjávartegunda fyrir 15,3 milljarða árið 2013, og voru með 29% hlutdeild alls. Þá fóru 27% af sjófrystum hausskornum karfa frá Íslandi árið 2013 til Rússlands og var verðmætið tæpir 2,8 milljarðar. Rússland er stærsti innflytjandi sjófrysts hausskorins karfa frá Íslandi. Rússar kaupa einnig gulllax, grálúðuafurðir og fersk og fryst hrogn og lifur. Miðað við útflutningsverðmæti var Rússland fimmti mikilvægasti markaður Íslands með sjávarafurðir mælt í útflutningsverðmætum árið 2012, og enn mikilvægari með hverju árinu vegna makrílkaupa. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ef það er einhver ein spurning sem brennur á mönnum eftir að rússnesk stjórnvöld tilkynntu um víðtækt viðskiptabann á Vesturlönd þá er hún af hverju Ísland er ekki á þeim lista. Ekkert einhlítt svar er þó gefið við spurningunni en kenningarnar eru nokkrar. Ráðamenn í Rússlandi tilkynntu á fimmtudag um innflutningsbann gagnvart Vesturlöndum, sem tók gildi tafarlaust. Bannið er augljóslega svar þeirra við sífellt hertum viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja í kjölfar afskipta Rússa í Úkraínu. Bannið er víðtækt, nær til Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Noregs.Noregur ekki Ísland Vera Noregs á listanum en ekki Íslands vekur sérstaka athygli, og ekki að ósekju. Noregur hefur sömu stöðu gagnvart Rússlandi, hefur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Vert er að velta því upp að Liechtenstein, þriðja ríkið sem nýtur þessara réttinda í gegnum samninginn, er þar ekki heldur að finna. Bæði Ísland og Noregur hafa fordæmt framgang Rússa í Úkraínu og styðja fyrrnefndar viðskiptaþvinganir héðan að vestan. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur farið til Úkraínu í tvígang til að sýna stuðning íslenskra stjórnvalda við málstað þeirra og talað tæpitungulaust opinberlega. Fréttin af innflutningsbanninu var ekki gömul þegar Gunnar Bragi lýsti því yfir í fjölmiðlum að þessi aðgerð Rússa breytti engu varðandi afstöðu Íslands til deilumálanna sem stigmagnast dag frá degi. Indra Øverland, framkvæmdastjóri hjá Norsku alþjóðamálastofnuninni (NUPI), sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að það væri erfitt að útskýra hvers vegna Ísland er ekki á lista Rússa, en varpaði því fram að Rússar hefðu kannski hreinlega gleymt Íslandi eða fyndist það ekki skipta máli vegna smæðarinnar. Önnur skýring hans var að Rússar vildu jafnvel halda opinni leið fyrir innflutning á vestrænum vörum sem þeir hefðu annars flutt frá þeim löndum sem skipa listann.Forsetinn Í samtölum Fréttablaðsins við þá sem gerst þekkja til alþjóðastjórnmála hefur það verið nefnt að samband íslenskra ráðamanna við Rússa gæti skipt máli í samhengi við gjörning Rússa. Nafn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, er þá fyrst og oftast nefnt í því samhengi. Gott samband Ólafs Ragnars við Vladimír Pútín Rússlandsforseta er vel kynnt. Síðast var Ólafur Ragnar meðal gesta í sérstakri móttöku Pútíns í tilefni af setningu Vetrarólympíuleikanna í Sotsí í febrúar. Fimm mánuðum áður ræddu þeir á sérstökum fundi um norðurslóðamál, vaxandi samstarf Íslendinga og Rússa á sviðum viðskipta, ferðaþjónustu og orkumála sem og menningaratburði á Íslandi og í Rússlandi í tengslum við það að sjötíu ár eru liðin frá því að löndin tóku upp formlegt stjórnmálasamband.Ólafur reiðist Þá er þess skemmst að minnast að Ólafur Ragnar setti harkalega ofan í við Ingvild Næss Stub, staðgengil utanríkisráðherra Noregs, á fundi um norðurslóðamál í Nordland-háskólanum í Noregi í mars síðastliðnum. Stub gerði þar málefni Úkraínu og Rússlands að umtalsefni, sem Ólafi Ragnari mislíkaði. Taldi hann fundinn óviðeigandi vettvang til að ræða milliríkjadeiluna og umræðuna jafnvel geta verið skaðlega fyrir samband Íslands og Noregs við Rússa í norðurslóðamálum. Stub blés á gagnrýni Ólafs Ragnars og sagði málið það alvarlegt að vettvangur umræðunnar skipti engu máli. Um brot á alþjóðalögum væri að ræða og afstöðu Noregs, bandamanna þeirra, Evrópusambandsins og NATO yrði að halda á lofti. Aðspurður hvort samband íslenskra og rússneskra ráðamanna, ekki síst forsetanna Ólafs Ragnars og Pútíns, gæti hafa ráðið einhverju í þessu samhengi segir Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst, að alls ekki sé hægt að útiloka þann möguleika. Jón segist að sama skapi vantrúaður á það að rússneskir embættismenn hafi „gleymt“ Íslandi og við séum ekki á listanum þess vegna.Enn mikilvægasti markaður Íslands Engin trygging er fyrir því að Ísland lendi ekki á lista Rússa yfir þau lönd sem innflutningsbannið nær til. Hagsmunir Íslands eru fyrst og síðast vegna útflutnings sjávarafurða – ekki síst þeirra sem tengjast uppsjávarveiðum og -vinnslu. Ef litið er til síðasta árs var Rússland mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir makrílafurðir; og reyndar aðrar uppsjávartegundir. Rússar keyptu afurðir uppsjávartegunda fyrir 15,3 milljarða árið 2013, og voru með 29% hlutdeild alls. Þá fóru 27% af sjófrystum hausskornum karfa frá Íslandi árið 2013 til Rússlands og var verðmætið tæpir 2,8 milljarðar. Rússland er stærsti innflytjandi sjófrysts hausskorins karfa frá Íslandi. Rússar kaupa einnig gulllax, grálúðuafurðir og fersk og fryst hrogn og lifur. Miðað við útflutningsverðmæti var Rússland fimmti mikilvægasti markaður Íslands með sjávarafurðir mælt í útflutningsverðmætum árið 2012, og enn mikilvægari með hverju árinu vegna makrílkaupa.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent