Lífið

Sálin vígði Drauminn á Fabrikkunni

Ellý Ármanns skrifar
Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádeginu í dag á Hamborgarafabrikkunni við sérstaka vígsluathöfn Draumsins þar sem Sálin hans Jóns míns tók nokkra slagara fyrir matargesti. Tilefnið var 25 ára afmæli hljómsveitarinnar en Fabrikkan þróaði Drauminn - sem er nýr ýkt góður hamborgari í samstarfi við meðlimi sveitarinnar.

Að tónleikum loknum afhenti Gummi Jóns og félagar þeim Simma og Jóa hjá Fabrikkunni til varðveislu sögufrægan Ovationgítar.  Gítarinn er samofinn sögu sveitarinnar en Gummi samdi flest öll Sálarlögin á fyrstu 10 starfsárum sveitarinnar á þennan umrædda gítar.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða allar myndirnar - á meðan þú hlustar á lagið Hvar er draumurinn:



Sálin tók nokkra sígilda slagara á meðan gestir gæddu sér á borgurum.
Fögur fljóð með Drauminn sem er steikarborgari úr 100 hreinni íslenskri nautalund sem er grófhökkuð og blönduð nautafitu.
Jói grammaði herlegheitin.
Gaman saman.
MAN magasín konur Björk, Sunna og Auður.
Simmi, Jói og Sálin pósuðu við tilefnið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×