Viðskipti innlent

Sala fasteigna eykst verulega

Jakob Bjarnar skrifar
Meðalupphæð kaupsaminga er 36,3 milljónir króna og dæmi eru um að nýjar íbúðir seljist löngu áður en þær eru fullbúnar.
Meðalupphæð kaupsaminga er 36,3 milljónir króna og dæmi eru um að nýjar íbúðir seljist löngu áður en þær eru fullbúnar. visir/gva
Fasteignasala hefur aukist mjög sé miðað við síðasta ár en 16 prósenta meiri velta er nú á fyrstu 28 vikum ársins á höfðuborgarsvæðinu en var á sama tíma fyrir ári.

Morgunblaðið greinir frá þessu í morgun en meðalupphæð kaupsaminga var 36,3 milljónir króna. Dæmi eru um að nýjar íbúðir seljist löngu áður en þær eru fullbúnar. Nú er til að mynda verið að byggja fjölbýlishús við Stakkholt í Reykjavík og er þriðjungur þeirra íbúða þegar seldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×