Sala á tónlist dregst saman um helming 5. október 2010 05:30 Ólöglegt niðurhal á tónlist bitnar verulega á íslenskum tónlistarmarkaði. fréttablaðið/valli Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tónlist velti hér á landi um 350 milljónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölunum að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tónlist er ekki möguleg nema listamennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist,“ segir hann. Það sé nauðsynlegt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, tekur undir orð Gunnars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óverulegar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðunum og sú erlenda séu einnig fjölmörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tónlist velti hér á landi um 350 milljónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölunum að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tónlist er ekki möguleg nema listamennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist,“ segir hann. Það sé nauðsynlegt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, tekur undir orð Gunnars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óverulegar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðunum og sú erlenda séu einnig fjölmörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun