Saka sjávarútvegsráðherra um klækjapólitík og forkastanleg vinnubrögð 17. júní 2015 18:36 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra Vísir/VALGARÐUR Stjórn Landssambands smábátaeigenda vandar Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í kvöld. Þar sakar stjórn landsambandsins ráðherrann um klækjapólitík, segja vinnubrögð hans forkastanleg og lýsa yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra. Tilefnið eru tillögur ráðherrans um breytingar á makrílveiðum landans en í Á síðustu vertíð stöðvaði ráðherra makrílveiðar smábáta í byrjun september. Samanlagður afli þeirra jafngilti þá 4,9% af heildarafla. „Ljóst var að með því að heimila veiðar til loka september eins og Landssamband smábátaeigenda hafði óskað eftir hefði veiði orðið mun hærra hlutfall heildaraflans,“ segir stjórninni í tilkynningunni. „Það var í raun kaldhæðnislegt að sama magn og smábátar veiddu, um 7.500 tonn, var skilið eftir af útgefnum heildarkvóta. Aflaverðmæti á milli 650 og 700 milljónir og útflutningsverðmæti um tvöföld sú upphæð um 1,4 milljarður. Þar við bætist hundruðir starfa sem töpuðust á ætluðum veiðitíma“ Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um stjórn veiða á Norður-Atlantshafsmakríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka fyrir nokkrum vikum. Þar er gert ráð fyrir að hlutur smábáta verði festur við 5%, sóknarmark aflagt og í stað þess úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. „LS mótmælti strax tillögum ráðherra, enda fyrirsjáanlegt að kvótasetning mundi aðeins gagnast örfáum aðilum en helftin af flotanum mundi standa eftir með ónýtta fjárfestingu,“ segir stjórnin og bætir við að þá væri þróun veiðanna í fullum gangi og líklegt að hæfilegt magn sem veiða ætti við ströndina væri það sama og hjá Norðmönnum, 16 prósent heildarkvótans. „Allflestir landsmenn vita hvaða viðtökur frumvarpið hefur fengið. Alls hafa 51 þúsund þeirra mótmælt því. Í dag hefur ráðherra ákveðið með setningu reglugerðar að hafa þessi mótmæli að engu. Að beita svokallaði klækjapólitík þar sem ekki einungis skoðanir tuga þúsunda landsmanna eru hunsaðar heldur bætist þar við sjálft Alþingi," segir stjórnin. Gjörningurinn er einn fjölmargra sem ráðherra hefur framkvæmt á þeim tveggja ára tíma sem hann hefur verið við völd og gefur tilefni til þess að segja hingað og ekki lengra. Landssamband smábátaeigenda lýsir hér með yfir fullu vantrausti á embættisfærsluráðherra og krefst þess að hún verði dregin til baka.“ Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Stjórn Landssambands smábátaeigenda vandar Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í kvöld. Þar sakar stjórn landsambandsins ráðherrann um klækjapólitík, segja vinnubrögð hans forkastanleg og lýsa yfir fullu vantrausti á embættisfærslu ráðherra. Tilefnið eru tillögur ráðherrans um breytingar á makrílveiðum landans en í Á síðustu vertíð stöðvaði ráðherra makrílveiðar smábáta í byrjun september. Samanlagður afli þeirra jafngilti þá 4,9% af heildarafla. „Ljóst var að með því að heimila veiðar til loka september eins og Landssamband smábátaeigenda hafði óskað eftir hefði veiði orðið mun hærra hlutfall heildaraflans,“ segir stjórninni í tilkynningunni. „Það var í raun kaldhæðnislegt að sama magn og smábátar veiddu, um 7.500 tonn, var skilið eftir af útgefnum heildarkvóta. Aflaverðmæti á milli 650 og 700 milljónir og útflutningsverðmæti um tvöföld sú upphæð um 1,4 milljarður. Þar við bætist hundruðir starfa sem töpuðust á ætluðum veiðitíma“ Sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp um stjórn veiða á Norður-Atlantshafsmakríl þar sem byggt er á kvótasetningu allra útgerðarflokka fyrir nokkrum vikum. Þar er gert ráð fyrir að hlutur smábáta verði festur við 5%, sóknarmark aflagt og í stað þess úthlutað kvóta á hvern bát samkvæmt veiðireynslu. „LS mótmælti strax tillögum ráðherra, enda fyrirsjáanlegt að kvótasetning mundi aðeins gagnast örfáum aðilum en helftin af flotanum mundi standa eftir með ónýtta fjárfestingu,“ segir stjórnin og bætir við að þá væri þróun veiðanna í fullum gangi og líklegt að hæfilegt magn sem veiða ætti við ströndina væri það sama og hjá Norðmönnum, 16 prósent heildarkvótans. „Allflestir landsmenn vita hvaða viðtökur frumvarpið hefur fengið. Alls hafa 51 þúsund þeirra mótmælt því. Í dag hefur ráðherra ákveðið með setningu reglugerðar að hafa þessi mótmæli að engu. Að beita svokallaði klækjapólitík þar sem ekki einungis skoðanir tuga þúsunda landsmanna eru hunsaðar heldur bætist þar við sjálft Alþingi," segir stjórnin. Gjörningurinn er einn fjölmargra sem ráðherra hefur framkvæmt á þeim tveggja ára tíma sem hann hefur verið við völd og gefur tilefni til þess að segja hingað og ekki lengra. Landssamband smábátaeigenda lýsir hér með yfir fullu vantrausti á embættisfærsluráðherra og krefst þess að hún verði dregin til baka.“
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira