Viðskipti innlent

Sævar Karl og frú dæmd til að greiða tæpar 8 milljónir

Sævar Karl Ólason
Sævar Karl Ólason
Sævar Karl Ólason fyrrverandi kaupmaður og eiginkona hans voru í dag dæmd til þess að greiða Vigfúsi Guðbrandssyni & Co. ehf tæpar 7.600.000 krónur. Sævar og eiginkona hans seldu þeim síðarnefnda allt hlutafé í félagi sínu í júlí 2007. Kaupverðið er trúnaðarmál en til frádráttar því komu langtímaskuldir fasteignar upp á rúmar 88.000.000 króna auk skuldar á einkareikningi upp á tæpar 1.900.000 krónur. Fjárhæðin sem Sævar og frú þurfa að greiða eru úttektir þeirra á árinu 2006. Einnig voru þau dæmd til þess að greiða málskostnað upp á 450.000 krónur.

Vigfús Guðbrandsson & Co. ehf vildi meina að málið snérist um innheimtu kröfu því óumdeilt sé samkvæmt bókhaldi að að þær tæpu 7.600.000 krónur séu úttektir Sævars og frúar á árinu 2006. Þau vildu hinsvegar meina að samið hefði verið um umrædda upphæð í samningum í júlí 2007.

„Óumdeilt er að samkvæmt ársreikningi stefnanda fyrir rekstrarárið 2006, sem lá fyrir þegar kaupsamningurinn var gerður 13. júlí 2007, voru færðar 7.568.965 krónur undir liðnum veltufjármunir. Fram hefur einnig komið að fjárhæðin stóð óbreytt í bókhaldi stefnanda þegar kaupsamningurinn var gerður. Síðar kom í ljós að skuldin var vegna úttekta stefndu hjá stefnanda á árinu 2006. Skilja verður málatil­búnað aðilanna þannig að krafan hafi verið færð á milli ára en ekki á réttan reiknings­lið," segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×