Sæstrengurinn Valdimar K. Jónsson og Skúli Jóhannsson skrifar 31. október 2013 06:00 Í ársbyrjun 2010 kynnti Landsvirkjun að ýmislegt hefði komið fram sem benti til að raforkusæstrengur til Evrópu væri orðinn fjárhagslega áhugaverður. Þessari yfirlýsingu var fylgt eftir á ársfundi Landsvirkjunar 15. apríl 2010. Strengurinn mundi gjörbreyta nýtingarmöguleikum íslenska raforkukerfisins, umframorkugeta væri óþörf og svo færi raforkuverð hækkandi. Mikilvægt er að rasa ekki um ráð fram í jafnstóru máli. Síst af öllu hefur íslenskt þjóðarbú burði til að taka á sig útgjöld af þeirri stærðargráðu, sem framkvæmdinni fylgja, áður en arðs væri að vænta. Viljum við því vekja til umhugsunar um nokkur lykilatriði.Umframorka Bent hefur verið á að umframorka í íslenska raforkukerfinu sé allt að 600 GWh/ári. Landsvirkjun hefur verið að hækka tölur um umframorku upp í 2.000 GWh/ári, sem nemur orkuvinnslu þriggja Blönduvirkjana. Þarna er augljóslega verið að blanda saman umframorku og óseldri orku, en á síðustu árum hefur LV gengið erfiðlega að ljúka orkusamningum við nýja viðskiptavini. Það kostar gífurlega fjármuni að bíða í mörg ár með ónotaða orku, en ætla má að gangsetning á sæstreng til Bretlands verði í fyrsta lagi 2025-27, ef ákvörðun er tekin fljótlega.Hver á að eiga sæstrenginn? Síðan 2010 hefur fyrirtækið dregið nokkuð í land. Á ársfundi Landsvirkjunar 21. mars 2013 kom forstjórinn óvænt með eftirfarandi yfirlýsingu: „Landsvirkjun mun hvorki leggja, eiga né reka mögulegan sæstreng.“ Hver á þá að gera það? Innlendir aðilar? Erlendir fjárfestar? Landsvirkjun skuldar landsmönnum útskýringu á því hvað nú á að gera. Fyrirtækið hefur verið að skoða málið í meira en þrjú ár, auk þess sem hún er ekki ný. Með því að endurvekja hugmyndina nú hefur ekki verið hægt að skilja það öðruvísi en svo, að sæstrengurinn sé nú orðin hagkvæm framkvæmd. Ella verður að teljast afar hæpið af opinberu fyrirtæki að sá hugmyndinni á slíkum forsendum inn í alla stjórnmálaflokka. Ágreiningslaust er að áhætta við framkvæmdina er mikil, þetta yrði lengsti raforkusæstrengur í heimi og í fyrsta sinn sem raforkusæstrengur þveraði úthaf. Það gæti því eins og fyrr segir orðið varasamt fyrir lítið þjóðfélag eins og Íslendinga að ætla að standa einir að framkvæmdinni. Fjárhagslegt bolmagn er heldur ekki fyrir hendi og þjóðin ennþá að basla við að reisa sig með erfiðismunum upp úr hruninu 2008. Hver er þá tilbúinn að taka að sér verkið? Landsvirkjun hlýtur að vera komin með allmótaðar hugmyndir um það og sjálfsagt er að gera kröfu um að fyrirtækið upplýsi málið.Áhætta vegna bilana Reynslutölur um allan heim hafa leitt í ljós að búast má við að 1.000 km kapall í Atlantshafinu milli Íslands og Bretlands muni að öllum líkindum bila einu sinni á ári. Ef bilun kæmi upp í kaplinum úti á rúmsjó seint að hausti gæti hugsanlega þurft að bíða vors. Hvað þá um tekjur af strengnum? Til að minnka áhættu mætti verja kapalinn með ýmsum hætti, en óhætt er að fullyrða að það yrði fokdýrt, sérstaklega ef varnirnar tækju tillit til hættu á hryðjuverkum. Kannski þyrfti að leggja annan streng til vara?Kostnaður Stofnkostnaður sæstrengs hefur verið áætlaður um 2 milljarðar evra og kostnaður við tilheyrandi virkjanir og flutningsvirki á Íslandi 2,5 milljarða evra. Þetta gerir samtals 720 milljarða ISK. Árlegur fjármagns- og rekstrarkostnaður gæti verið um 10% af stofnkostnaði, sem jafngildir þá um 72 milljörðum ISK. Til að setja þetta í samhengi, þá er áætlað að tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27 milljarða ISK. Árlegur kostnaður sæstrengs jafngildir því byggingarkostnaði á tæplega þremur stórhýsum eins og Hörpu. Velta má fyrir sér hvað mundi gerast ef kapallinn dytti út í eitt ár. Hvort það yrði ekki of stór biti til að gleypa fyrir íslenska þjóð, hver svo sem væri skráður eigandi kapalsins? Einnig er athyglisvert, að í kynningum á strengnum hefur nær eingöngu verið nefnt hvernig skipta eigi hagnaði, en aldrei minnst á hvernig hugsanlegu rekstrartapi yrði skipt.Niðurstaða Í ljósi þess sem að framan er rakið og sömuleiðis að söluverð raforku um allan heim fer lækkandi um þessar mundir, þá teljum við ráðlegt að nálgast málið af meira raunsæi en virðist hafa verið gert til þessa. Meðan ekki eru öruggari vísbendingar um hagkvæmni verkefnisins teljum við fulla ástæðu í bili til að fara hægt í frekari könnun verkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í ársbyrjun 2010 kynnti Landsvirkjun að ýmislegt hefði komið fram sem benti til að raforkusæstrengur til Evrópu væri orðinn fjárhagslega áhugaverður. Þessari yfirlýsingu var fylgt eftir á ársfundi Landsvirkjunar 15. apríl 2010. Strengurinn mundi gjörbreyta nýtingarmöguleikum íslenska raforkukerfisins, umframorkugeta væri óþörf og svo færi raforkuverð hækkandi. Mikilvægt er að rasa ekki um ráð fram í jafnstóru máli. Síst af öllu hefur íslenskt þjóðarbú burði til að taka á sig útgjöld af þeirri stærðargráðu, sem framkvæmdinni fylgja, áður en arðs væri að vænta. Viljum við því vekja til umhugsunar um nokkur lykilatriði.Umframorka Bent hefur verið á að umframorka í íslenska raforkukerfinu sé allt að 600 GWh/ári. Landsvirkjun hefur verið að hækka tölur um umframorku upp í 2.000 GWh/ári, sem nemur orkuvinnslu þriggja Blönduvirkjana. Þarna er augljóslega verið að blanda saman umframorku og óseldri orku, en á síðustu árum hefur LV gengið erfiðlega að ljúka orkusamningum við nýja viðskiptavini. Það kostar gífurlega fjármuni að bíða í mörg ár með ónotaða orku, en ætla má að gangsetning á sæstreng til Bretlands verði í fyrsta lagi 2025-27, ef ákvörðun er tekin fljótlega.Hver á að eiga sæstrenginn? Síðan 2010 hefur fyrirtækið dregið nokkuð í land. Á ársfundi Landsvirkjunar 21. mars 2013 kom forstjórinn óvænt með eftirfarandi yfirlýsingu: „Landsvirkjun mun hvorki leggja, eiga né reka mögulegan sæstreng.“ Hver á þá að gera það? Innlendir aðilar? Erlendir fjárfestar? Landsvirkjun skuldar landsmönnum útskýringu á því hvað nú á að gera. Fyrirtækið hefur verið að skoða málið í meira en þrjú ár, auk þess sem hún er ekki ný. Með því að endurvekja hugmyndina nú hefur ekki verið hægt að skilja það öðruvísi en svo, að sæstrengurinn sé nú orðin hagkvæm framkvæmd. Ella verður að teljast afar hæpið af opinberu fyrirtæki að sá hugmyndinni á slíkum forsendum inn í alla stjórnmálaflokka. Ágreiningslaust er að áhætta við framkvæmdina er mikil, þetta yrði lengsti raforkusæstrengur í heimi og í fyrsta sinn sem raforkusæstrengur þveraði úthaf. Það gæti því eins og fyrr segir orðið varasamt fyrir lítið þjóðfélag eins og Íslendinga að ætla að standa einir að framkvæmdinni. Fjárhagslegt bolmagn er heldur ekki fyrir hendi og þjóðin ennþá að basla við að reisa sig með erfiðismunum upp úr hruninu 2008. Hver er þá tilbúinn að taka að sér verkið? Landsvirkjun hlýtur að vera komin með allmótaðar hugmyndir um það og sjálfsagt er að gera kröfu um að fyrirtækið upplýsi málið.Áhætta vegna bilana Reynslutölur um allan heim hafa leitt í ljós að búast má við að 1.000 km kapall í Atlantshafinu milli Íslands og Bretlands muni að öllum líkindum bila einu sinni á ári. Ef bilun kæmi upp í kaplinum úti á rúmsjó seint að hausti gæti hugsanlega þurft að bíða vors. Hvað þá um tekjur af strengnum? Til að minnka áhættu mætti verja kapalinn með ýmsum hætti, en óhætt er að fullyrða að það yrði fokdýrt, sérstaklega ef varnirnar tækju tillit til hættu á hryðjuverkum. Kannski þyrfti að leggja annan streng til vara?Kostnaður Stofnkostnaður sæstrengs hefur verið áætlaður um 2 milljarðar evra og kostnaður við tilheyrandi virkjanir og flutningsvirki á Íslandi 2,5 milljarða evra. Þetta gerir samtals 720 milljarða ISK. Árlegur fjármagns- og rekstrarkostnaður gæti verið um 10% af stofnkostnaði, sem jafngildir þá um 72 milljörðum ISK. Til að setja þetta í samhengi, þá er áætlað að tónlistarhúsið Harpa hafi kostað 27 milljarða ISK. Árlegur kostnaður sæstrengs jafngildir því byggingarkostnaði á tæplega þremur stórhýsum eins og Hörpu. Velta má fyrir sér hvað mundi gerast ef kapallinn dytti út í eitt ár. Hvort það yrði ekki of stór biti til að gleypa fyrir íslenska þjóð, hver svo sem væri skráður eigandi kapalsins? Einnig er athyglisvert, að í kynningum á strengnum hefur nær eingöngu verið nefnt hvernig skipta eigi hagnaði, en aldrei minnst á hvernig hugsanlegu rekstrartapi yrði skipt.Niðurstaða Í ljósi þess sem að framan er rakið og sömuleiðis að söluverð raforku um allan heim fer lækkandi um þessar mundir, þá teljum við ráðlegt að nálgast málið af meira raunsæi en virðist hafa verið gert til þessa. Meðan ekki eru öruggari vísbendingar um hagkvæmni verkefnisins teljum við fulla ástæðu í bili til að fara hægt í frekari könnun verkefnisins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun