Erlent

Særingarmönnum fjölgað um helming í Mílanó

Skjáskot úr kvikmyndinni The Exorcist frá árinu 1973.
Skjáskot úr kvikmyndinni The Exorcist frá árinu 1973.
Kaþólska kirkjan hefur neyðst til að tvöfalda fjölda særingarmanna í Milanó á Ítalíu. Þar að auki hefur kirkjan auglýst sérstakt símanúmer þar sem andsetnir einstaklingar geta haft samband við særingarmenn.

Angelo Mascheroni, aðstoðarmaður biskups í Mílanó, sem er stærsta biskupsdæmi á Ítalíu, og helsti særingarmaður borgarinnar, segir að beiðnir um særingar hafi tvöfaldast á stuttum tíma.

Kaþólska kirkjan hefur jafnframt ákveðið að fjölga í liði særingarmanna í Mílanó. Þeir eru nú 12 en voru áður sex.

Þá sagði Mascheroni að ómögulegt væri fyrir presta að sinna svo mörgum útköllum. Að hámarki ættu prestar og særingarmenn að sinna fjórum útköllum á dag, ekki 12 eins og dæmi eru um.

Hann tók fram að meirihuti þessara tilfella hefði lítið sem ekkert að gera með særingar að gömlum sið. Aðallega sé um að ræða fólk sem eigi bágt, sé berskjaldað og hafi oft á tíðum orðið fyrir barðinu á skottulæknum.

Þannig sé frekar þörf á sálfræðiaðstoð, ekki særingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×