Lífið

Særður hákarl virtist biðja kafara um hjálp

Samúel Karl Ólason skrifar
Kafarinn Josh Eccles upplifði undarlegt atvik í vikunni. Hann var að kafa undan ströndum Flórída þegar sítrónháfur synti ítrekað á hann og fastar í hvert sinn. Eccles, sem kafar oft á þessum slóðum , segir það ekki óvenjulegt að hákarlar syndi á kafara, en þessi gerði það skringilega oft.

Eftir smá skoðun sá Eccles að stór krókur var fastur í kviði hákarlsins.

Honum tókst svo að losa krókinn og mögulega bjarga hákarlinum frá sýkingu, samkvæmt ABC News. Eftir á kom hákarlinn aftur og virtist jafnvel þakka fyrir sig, með því að synda í hringi í kringum kafarana sem gátu tekið margar ljósmyndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×