Sækja innblástur í skelfiskilm og kyrrð í Hrísey Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. ágúst 2014 09:00 Hæfileikarík Hluti af hópnum fyrir utan húsið þar sem töfrarnir gerast. Fjöllin í baksýn veita innblástur að sögn skipuleggjenda. „Hér eru enn þá skelfisknet og fiskikör og allt ilmar enn þá af skelfiski,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarnemi, þar sem hún stendur inni í Salthúsinu í Hrísey og undirbýr listsýningu næstu helgi. Ásgerður Birna skipulagði ásamt vinkonu sinni, Helenu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, viku í Hrísey fyrir alla þá sem hafa áhuga á listum, bæði menntaða og ómenntaða. „Það er áhugavert að koma hingað til Hríseyjar og vinna að myndlist vegna þess að svæðið hér er mjög afmarkað og virkar þannig á mann að maður aftengist Reykjavík og öllu áreitinu þar,“ segir Helena. Vikuna kalla þau Laumulistasamsteypuna og er hún vettvangur fyrir listaáhugafólk til að skapa saman list.Hér eru listakonurnar fyrir framan húsið þar sem sýningin verður haldin næstu helgi.Mynd/Arna MaríaAlls konar getur gerst „Við gerðum beinagrind að dagskrá en alls konar getur gerst,“ útskýrir Ásgerður Birna. „Við viljum hafa þetta opið enda eru alls konar hugmyndir í gangi. Við vildum ekki verða einhvers konar stjórnendur yfir verkefninu.“ Sýningin tekur á sig skýrari mynd eftir því sem vikunni vindur fram. Þetta er í fyrsta sinn sem listavikan er haldin en ef vel gengur langar þær stöllur að gera hana að árlegum viðburði sem gæti stækkað ár hvert. „Það er gott að fara á afskekktan stað mörg saman, þá skapast suðupottur af hugmyndum. Og af því að við erum öll saman í einu húsi þá gerast hlutirnir svo hratt,“ bætir Helena við. „Það er svo áhugavert að fatta að hver sem er getur búið til skapandi vettvang fyrir það sem hann langar til að gera.“Náin samvinna á Hámundarstöðum Hópurinn dvelst á Hámundarstöðum í Hrísey á meðan á vikunni stendur. Þar verður lifað náið saman næstu vikuna, dagurinn settur saman á morgnana, borðaður morgunmatur og kvöldmatinn elda þau saman. Á hverjum degi á slaginu þrjú verður sameiginlegur húslestur eða sýning af einhverju tagi frá einhverjum í hópnum. Þess á milli vinna þau að sýningunni sem sett verður upp í Salthúsinu um næstu helgi. „Öllum er mjög velkomið að taka þátt og kíkja á hvað við erum að gera.“ Veðurblíða Listakonunar Helena og Ásgerður Birna skipulögðu vikuna og leikur veðrið við þátttakendur.. Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
„Hér eru enn þá skelfisknet og fiskikör og allt ilmar enn þá af skelfiski,“ segir Ásgerður Birna Björnsdóttir myndlistarnemi, þar sem hún stendur inni í Salthúsinu í Hrísey og undirbýr listsýningu næstu helgi. Ásgerður Birna skipulagði ásamt vinkonu sinni, Helenu Aðalsteinsdóttur myndlistarkonu, viku í Hrísey fyrir alla þá sem hafa áhuga á listum, bæði menntaða og ómenntaða. „Það er áhugavert að koma hingað til Hríseyjar og vinna að myndlist vegna þess að svæðið hér er mjög afmarkað og virkar þannig á mann að maður aftengist Reykjavík og öllu áreitinu þar,“ segir Helena. Vikuna kalla þau Laumulistasamsteypuna og er hún vettvangur fyrir listaáhugafólk til að skapa saman list.Hér eru listakonurnar fyrir framan húsið þar sem sýningin verður haldin næstu helgi.Mynd/Arna MaríaAlls konar getur gerst „Við gerðum beinagrind að dagskrá en alls konar getur gerst,“ útskýrir Ásgerður Birna. „Við viljum hafa þetta opið enda eru alls konar hugmyndir í gangi. Við vildum ekki verða einhvers konar stjórnendur yfir verkefninu.“ Sýningin tekur á sig skýrari mynd eftir því sem vikunni vindur fram. Þetta er í fyrsta sinn sem listavikan er haldin en ef vel gengur langar þær stöllur að gera hana að árlegum viðburði sem gæti stækkað ár hvert. „Það er gott að fara á afskekktan stað mörg saman, þá skapast suðupottur af hugmyndum. Og af því að við erum öll saman í einu húsi þá gerast hlutirnir svo hratt,“ bætir Helena við. „Það er svo áhugavert að fatta að hver sem er getur búið til skapandi vettvang fyrir það sem hann langar til að gera.“Náin samvinna á Hámundarstöðum Hópurinn dvelst á Hámundarstöðum í Hrísey á meðan á vikunni stendur. Þar verður lifað náið saman næstu vikuna, dagurinn settur saman á morgnana, borðaður morgunmatur og kvöldmatinn elda þau saman. Á hverjum degi á slaginu þrjú verður sameiginlegur húslestur eða sýning af einhverju tagi frá einhverjum í hópnum. Þess á milli vinna þau að sýningunni sem sett verður upp í Salthúsinu um næstu helgi. „Öllum er mjög velkomið að taka þátt og kíkja á hvað við erum að gera.“ Veðurblíða Listakonunar Helena og Ásgerður Birna skipulögðu vikuna og leikur veðrið við þátttakendur..
Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira