LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 11:30

Ráđgjafi Trump rćddi viđ Tyrki um ađ koma Gulen til Tyrklands

FRÉTTIR

SA spá góđum efnahag á árinu 2016

 
Innlent
08:00 08. JANÚAR 2016
Ţorsteinn Víglundsson segir undirstöđur hagkerfisins mun heilbrigđari nú en fyrir hrun.
Ţorsteinn Víglundsson segir undirstöđur hagkerfisins mun heilbrigđari nú en fyrir hrun. FRÉTTABLAĐIĐ/GVA

Kaupmáttur ráðstöfunartekna er meiri en árið 2007 og hefur því aldrei verið meiri. Launastig á Íslandi var hvað lægst meðal Norðurlanda árið 2010 en er nú það annað hæsta. Hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri eftir uppgjör þrotabúanna og fer skuldastaða heimilanna og fyrirtækja batnandi.

Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, á fundi SA í gær.

Á fundinum gerði Þorsteinn grein fyrir atvinnulífinu á nýju ári. Hann sagði að árið muni einkennast af kröftugum vexti á nær öllum sviðum atvinnulífsins, hraður taktur sé í einkaneyslu á Íslandi og mikil kaupmáttaraukning hafi átt sér stað með tilheyrandi þenslueinkennum í hagkerfinu. Munurinn frá árunum 2007 til 2008 sé þó sá að undirstöður hagkerfisins séu mun heilbrigðari.

„Vöxturinn hefur að mjög verulegu leyti grundvallast á auknum útflutningi og útflutningstekjum og fjárhagsleg staða bæði fyrirtækja og heimila er orðin miklu sterkari en þá var og er að þróast með mun hagstæðari hætti, fólk er að halda áfram að greiða niður skuldir,“ segir Þorsteinn.

Atvinnulífið stendur þó áfram frammi fyrir áskorunum, verðbólga hefur haldist lág vegna hagstæðra ytri skilyrða og styrkingar krónu en miklar launahækkanir eru farnar að segja til sín. SA spáir því einnig að til langs tíma muni öldrun þjóðarinnar kosta ríkissjóð aukalega 2-3 prósent af landsframleiðslu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / SA spá góđum efnahag á árinu 2016
Fara efst