Erlent

Rýnt í geiminn í aldarfjórðung

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Bandaríska geimferðastofnunin birti þessa ljósmynd í tilefni 25 ára afmælis Hubble-sjónaukans.
Bandaríska geimferðastofnunin birti þessa ljósmynd í tilefni 25 ára afmælis Hubble-sjónaukans. nordicphotos/AFP
Aldarfjórðungur er í dag frá því bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi risasjónaukann Hubble út í geiminn. Í tilefni afmælisins birti NASA þessa ljósmynd, sem sýnir stjörnuþyrpingu með um það bil þrjú þúsund stjörnum.

Stjörnuþyrpingin er nefnd Westerlund 2 eftir sænska stjörnufræðingnum Bent Westerlund, sem uppgötvaði hana á sjöunda áratug síðustu aldar.

Í hverri viku sendir sjónaukinn um 120 gígabæt af gögnum til jarðar, en það samsvarar um það bil 26 DVD-diskum. Árið 2011 kom milljónasta myndin frá sjónaukanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×