Erlent

Rútubílstjóri dansaði undir stýri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjáskot úr myndbandinu sem LiveLeak birtir.
Skjáskot úr myndbandinu sem LiveLeak birtir.
Tyrkneskur rútubílstjóri hefur verið sektaður og sviptur ökuréttindum eftir birtingu myndbands þar sem hann sést stíga dans undir stýri. AFP greinir frá.

Á myndbandinu sést bílstjórinn Metin Kandemir standa upp úr sæti sínu og dansa svokallaðan „horon“ dans, þekktan þjóðdans við Svartahaf.

Stemmningin í rútunni var í meira lagi góð eins og sést glögglega á myndbandinu en Kandemir sleppir einnig höndum af stýrinu og sveiflar þeim í takt við tónlistina skælbrosandi.

Kandemir viðurkennir mistökin en bendir á að vegurinn hafi verið auður.

„Ég biðst innilegrar afsökunar og mun aldrei gera þetta aftur.“

Kandemir segist hafa starfað sem rútubílstjóri í tíu ár en þetta sé í fyrsta skipti sem hann hegði sér svona undir stýri. Hann hafi þó gerst sekur um umferðarlagabrot í 32 skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×