Handbolti

Rut semur við Meistaradeildarlið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rut í búningi Midtjylland.
Rut í búningi Midtjylland. mynd/heimasíða midtjylland
Landsliðskonan Rut Jónsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska handboltaliðið FC Midtjylland.

Rut mun því spila í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili en Midtjylland er fastagestur í þeirri keppni.

Rut, sem er uppalin hjá HK, kemur frá Randers en hún hefur spilað í Danmörku frá 2008. Fyrstu sex árin lék hún með Team Tvis Holstebro en undanfarin tvö ár hefur hún verið í herbúðum Randers. Rut vann m.a. EHF-bikarinn meðan hún lék með Holstebro.

Midtjylland lenti í 2. sæti í deildakeppninni í vetur og varð líka að gera sér 2. sætið að góðu í úrslitakeppninni en liðið tapaði fyrir Esbjerg í úrslitaeinvíginu. Midtjylland hefur fjórum sinnum orðið danskur meistari, síðast árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×