Erlent

Rússar senda Bandaríkjamönnum tóninn

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússnesk herþota af gerðinni SU-27.
Rússnesk herþota af gerðinni SU-27. Vísir/EPA
Rússar þvertaka fyrir að flugmenn þeirra hafi hagað sér glannalega og verið ófagmannlegir þegar þeir flugu að bandarískri flugvél yfir Eystrasaltshafi. Þeir segja að ekki hafi verið kveikt á radarsvara bandarísku vélarinnar og hún hafi nálgast flughelgi Rússa.

Bandaríkjamenn segja að rússneskri vél af gerðinni SU-27 hafi verið flogið allt að 30 metrum að bandarísku eftirlitsvélinni. Það sem meira er að rússnesku vélinni hafi verið flogið á hvolfi yfir þá bandarísku í miklu návígi.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að flugmenn þeirra hafi farið eftir alþjóðalögum.

„Flugher Bandaríkjanna getur valið milli tveggja möguleika. Annað hvort hætta þeir að fljúga að landamærum okkar eða kveikja á radarsvaranum,“ segir í tilkynning frá varnarmálaráðuneytinu.

Bill Urban, talsmaður Pentagon sagði atvikið hafa geta leitt til dauðsfalla.

Undanfarin misseri hafa komið upp nokkur atvik sem hafa valdið stirðleika í samskiptum Rússa og Bandaríkjanna. Fyrr í mánuðinum flugu tvær orrustuþotur Rússa lágt yfir bandarísku herskipi á Eystrasaltshafi. Sjá má myndband af atvikinu hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×