Erlent

Rússar inn í lofthelgi Tyrkja í annað sinn á tveimur dögum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Getty Images
Tyrkir hafa kallað sendiherra Rússa í landinu á teppið í annað sinn á tveimur dögum vegna brota rússneska hersins á lofthelgi Tyrklands.

Engin viðbrögð hafa komið frá rússum um af hverju þeir rufu lofthelgi Tyrklands í seinna skiptið, en í það fyrra báru þeir fyrir sig vondu veðri og sögðu flugvél hersins aðeins hafa farið inn í lofthelgina í nokkrar sekúndur.

NATO hefur hvatt Rússa til að hætta loftárásum á sýrlensku stjórnarandstöðuna og óbreytta borgara. Rússar segjast hins vegar vera að beina árásum sínum að vígamönnum Íslamska ríkisins og aðra íslamista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×