Erlent

Rússar hóta loftárásum gegn Bandaríkjamönnum

Rússar hafa hótað Bandaríkjamönnum að beita loftárásum til að stöðva fyrirhugað eldflaugavarnarkerfi sem Bandaríkjamenn ætla að setja upp í austurhluta Evrópu.

Það var Nikolay Makarov einn af æðstu hershöfðingjum Rússa sem hótaði þessu. George Bush fyrrum Bandaríkjaforseti ákvað að setja þetta kerfi upp fyrir 12 árum síðan og hafa Bandaríkjamenn þegar samið við nokkrar þjóðir um uppsetningu kerfisins. Á meðan hafa samningaviðræður staðið yfir við Rússa um málið en þær hafa nú verið blásnar af.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×