Fótbolti

Rúnar: Það er komin pressa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eftir krísufund hjá stjórn norska liðsins Lilleström var ákveðið að halda Rúnari Kristinssyni sem þjálfara liðsins.

Illa hefur gengið hjá liðinu upp á síðkastið og það sogast niður í fallbaráttu. Einhverjir stjórnarmenn vildu reka Rúnar en meirihluti stjórnarmann vildi halda honum.

„Ég átti von á því að fá að halda starfi mínu áfram hér en vissulega er komin pressa,“ sagði Rúnar í samtali við íþróttadeild.

„Þegar svona hlutir gerast og þegar stjórnin er farin að efast um mitt starf og árangur liðsins og vilja fara að huga að breytingum. Þá kemur pressa og hún hefur verið í smá tíma. Ég er sannfærður um að ég geti rifið liðið upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í. Ég fæ einhverja leiki til þess en það eru bara níu leikir eftir í deildinni og ég hef ekki marga leiki til þess að bjarga málunum.

„Í þessu starfi veit maður aldrei hvenær maður fær símtal um að menn vilji gera breytingar. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og ég átta mig á því að þegar ekki gengur vel þá styttist í að maður verði rekinn.“

Hlusta má á viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Rúnar hér að ofan.


Tengdar fréttir

Rúnar hélt starfinu eftir krísufund

Eftir stjórnarfund hjá Lilleström í dag er ljóst að Rúnar Kristinsson mun stýra liðinu áfram en sumir stjórnarmanna vildu reka hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×