Enski boltinn

Rummenigge: Man Utd gerði sturlað tilboð í Müller

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Müller hjálpaði Bayern að vinna tvöfalt heima fyrir á síðasta tímabili.
Müller hjálpaði Bayern að vinna tvöfalt heima fyrir á síðasta tímabili. vísir/getty
Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að Manchester United hafi boðið þýska liðinu metfé fyrir Thomas Müller í fyrra.

Þrátt fyrir gylliboðið segir Rummenigge að það hafi aldrei komið til greina að selja Müller sem hefur leikið með Bayern allan sinn feril.

„Müller kemur upp úr unglingastarfinu. Hann fæddist rétt hjá München og er hetja í augum stuðningsmannanna,“ sagði Rummenigge um framherjann markheppna.

„Við fengum sturlað tilboð frá Manchester United í fyrra en það var ekki til umræðu að selja hann.“

Müller hefur skorað 152 mörk í 353 leikjum fyrir Bayern en hann er fimmti markahæsti leikmaður í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×