Viðskipti innlent

Toyota innkallar rúmlega 300 bíla á Íslandi

Valur Grettisson skrifar
Innkalla þarf 22 Lexus-bifreiðar á Íslandi.
Innkalla þarf 22 Lexus-bifreiðar á Íslandi.

Toyota á Íslandi þarf að innkalla 321 bíl af gerðinni Toyota Avensis og 22 Lexus bifreiðar vegna galla í eldsneytisleiðslum bifreiðanna. Samgönguráðherra Japans tilkynnti í dag að alls þyrfti að innkalla 1,7 milljónir Toyota Avensis bifreiðar í öllum heiminum. Þar af 140 þúsund í Evrópu. Þá voru 335 þúsund Lexus bifreiðar innkallaðar.

„Við munum hafa samband við eigendur og bílarnir lagfærðir þeim að kostnaðarlausu," segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota á Íslandi en hann segir Toyota fylgja afar ströngu gæðaeftirlitskerfi og því hafi niðurstaðan verið sú að innkalla bílana. Engin slys eða tjón hafa orðið vegna gallans.

Páll harmar óþægindin sem eigendur bílanna verða fyrir en tekur fram að viðgerð á bílunum muni taka frá tveimur klukkustundum upp í fjórar.

Hlutir í Toyota lækkuðu um 2% á markaðinum í Japan í morgun vegna málsins. Toyota hefur orðið fyrir verulegum áföllum undanfarin tvö ár og hefur dregið úr tiltrú á gæðastjórnun í verksmiðjum sínum. Frá árinu 2009 hefur Toyota innkallað nær 16 milljón bifreiða vegna ýmissa galla.


Tengdar fréttir

Toyota innkallar 1,7 milljónir bifreiða

Bílaframleiðandinn Toyota ætlar að innkalla 1,7 milljónir bifreiða á næstunni vegna hugsanlegs eldsneytisleka. Ástæðan er galli í eldsneytisleiðslum sem hugsanlega getur valdið leka úr þeim.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×