Ruglið og reikningsgetan Sighvatur Björgvinsson skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virðist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga hafi lífeyrissjóðirnir hagnast um 200 milljarða króna frá hruni – og lántakendur, almenningur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verðtryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljörðum fleiri krónupeningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtryggingin gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lántaki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guðlaugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrunkrónunum hefði ekki fjölgað í samræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóðirnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitendur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagningu og frádrátt – og jafnvel prósentureikning ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun