Innlent

Röskun á morgunflugi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einhver röskun verður á flugi í fyrramálið. Mynd/ Teitur.
Einhver röskun verður á flugi í fyrramálið. Mynd/ Teitur.
Flugi Icelandair til Lundúna og Manchester í fyrramálið hefur verið aflýst. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að staðan á flugi sé að öðru leyti nokkuð góð. Nokkrum flugferðum seinkar vegna öskufallsins. Þar á meðal má nefna morgunflug frá Ameríku sem er um tveimur tímum seinna en vanalega.

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að allar vélar félagsins séu að týnast í loftið frá Keflavík. Staðan fyrir morgundaginn sé sú að verið sé að bíða eftir öskuspá sem kemur nú um miðnætti. Hann býst við einhverri seinkunn á morgun. Gert er ráð fyrir flugi til Kaupmannahafnar og Lundúna í fyrramálið. Þar megi gera ráð fyrir einhverri seinkunn.

Matthías segist gera ráð fyrir að ef allt haldist í lagi á morgun nái Iceland Express að vinna upp þá seinkunn sem hefur verið á fluginu.

Best er að fylgjast með fluginu á þessari síðu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×