Rosalega ánægð með mína stöðu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2015 10:00 Hafdís náði að vera meðal tólf efstu. vísir/epa Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Hafdís Sigurðardóttir var nokkuð frá sínu besta í langstökkinu á EM innanhúss í gær en náði þó tólfta sætinu líkt og hún stefndi að. Hún hélt að það myndi skila sér inn í úrslitin en hún komst svo að því kvöldið fyrir keppni að aðeins átta bestu færu í úrslit. „Það var svolítið svekkjandi að komast að því. Svo var náttúrulega týpískt að ég lenti í tólfta sæti sem var sætið sem ég taldi að myndi skila mér inn,“ sagði Hafdís létt og hló við. Hafdís stökk best 6,35 metra en Íslandsmet hennar er 6,47 metrar. Jöfnun á Íslandsmeti hefði reyndar ekki dugað henni í úrslit því sú sem komst síðust inn var með stökk upp á 6,53 metra. „Mér líður alveg ágætlega eftir þetta allt saman. Ég er bara nokkuð sátt og ætla ekki að svekkja mig. Ég brosi bara. Ég reyndi að njóta þessa eins og ég gat og þetta var rosalega gaman,“ sagði Hafdís jákvæð. „Auðvitað er þetta alltaf svolítið stressandi. Ég ætlaði auðvitað að vera nær Íslandsmetinu mínu en þetta. Svona er þetta. Það eru ekki alltaf jólin í þessu. Ég er samt þokkalega sátt. Ég byrjaði á góðu stökki og fór að líða betur með mig. Svo vorum við margar og löng bið milli stökka. Þetta fór svona í dag.“ Hafdís segir að þetta hafi verið góð reynsla líka og hún er heilt yfir ánægð með sína stöðu. „Ég er rosalega ánægð með mína stöðu á Evrópulistanum og hvar ég endaði núna. Þetta er flottur árangur og ég er stolt af mínum árangri. Ég fæ ekkert nema gleðina yfir því að hafa náð tólfta sætinu samt, því miður.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Hafdís komst ekki áfram | Endaði í 12. sæti Hafdís Sigurðardóttir komst ekki áfram í úrslitin í langstökki kvenna á Evrópumótinu í frjálsum innanhúss í Prag. 6. mars 2015 12:42
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45
Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24
Kolbeini hrint út úr brautinni - hann og Trausti komust ekki áfram Kolbeinn Höður Gunnarsson og Trausti Stefánsson komust ekki áfram í undanrásum í 400 metra hlaupi á Evrópumóti í frjálsum íþróttum í Prag en þeir voru fyrstu Íslendingarnir til að keppa á mótinu. 6. mars 2015 11:02