Enski boltinn

Rooney tók valdið af Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og Roy Hodgson.
Wayne Rooney og Roy Hodgson. Vísir/Getty
Wayne Rooney segir að hann hafi tekið fram fyrir hendur landsliðsþjálfarans Roy Hodgson á EM í sumar.

Það kom mörgum á óvart að Harry Kane var látinn taka allar hornspyrnur fyrir enska liðið í fyrsta leik þessa á mótinu, gegn Rússlandi.

Það breyttist svo strax í næsta leik en þá tók Wayne Rooney allar hornspyrnur.

„Það var ákvörðun Roy að láta Harry taka allar hornspyrnur. En Harry var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar og hættulegur maður í teignum,“ sagði Rooney við enska fjölmiðla.

Sjá einnig: Rooney hættir eftir HM í Rússlandi

„Ég held að Harry hafi ekki viljað taka hornin eftir fyrsta leikinn og því tók ég þau. Mér fannst í raun að ég hefði átt að taka þau strax frá upphafi.“

„Það var í raun allt og sumt. Mér finnst í lagi að leikmenn taki sumar ákvarðanir úti á vellinum. Maður tekur ákvarðanir út frá því sem maður sér inni á vellinum. En það var ekkert meira gert úr þessu og Roy hafði engar athugasemdir um það.“

England komst áfram úr sínum riðli á EM en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Íslandi. Roy Hodgson sagði starfi sínu lausu strax eftir leikinn.


Tengdar fréttir

Rooney heldur fyrirliðabandinu hjá Englandi

Wayne Rooney verður áfram með fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu. Sam Allardyce, nýr landsliðsþjálfari Englands, segir að þetta hafi verið auðveld ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×