Enski boltinn

Rooney tæpur fyrir úrslitaleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney gæti misst af úrslitaleik Manchester United og Southampton um helgina.
Wayne Rooney gæti misst af úrslitaleik Manchester United og Southampton um helgina. Vísir/Getty
Svo gæti farið að Wayne Rooney verði ekki með Manchester United þegar liðið mætir Southampton í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar á sunnudag.

Rooney hefur misst af síðustu tveimur deildarleikjum United og var ekki í hópi liðsins er liðið mætti Blackburn í enska bikarnum um helgina.

Jose Mourinho, stjóri United, sagði að Rooney hefði verið að glíma við meiðsli í vöðva í síðustu viku og aðspurður sagðist hann ekki vita hvort að Rooney yrði klár í slaginn um helgina.

Rooney var síðast í byrjunarliði United í 2-0 sigri liðsins á West Brom þann 17. desember.

Áður en kemur að úrslitaleiknum á sunnudag mun United leika gegn Saint-Etienne í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA en Mourinho sagði að lykilmenn yrðu hvíldir í þeim leik. United hefur 3-0 forystu eftir fyrri viðureign liðanna.

Úrslitaleikur Manchester United og Southampton hefst klukkan 16.30 á sunnudag en upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 16.00. Fáðu þér áskrift á 365.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×