Enski boltinn

Rooney bað alla afsökunar - missir af öllum leikjunum í október

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, fékk rautt spjald um helgina í 2-1 sigri á West Ham og enski landsliðsmaðurinn ætlar að sætta sig við spjaldið og mun því ekki áfrýja spjaldinu.

Rooney fékk beint rautt spjald fyrir að sparka aftan í Stewart Downing. Lee Mason dómari var í frábærri aðstöðu og var því ekki lengi að vísa Rooney af velli. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér fyrir ofan.

„Þetta var líklega rétt ákvörðun," sagði Wayne Rooney við BBC og bætti svo við: „Auðvitað baðst ég afsökunar," sagði Rooney en samherjar hans náðu að landa öllum þremur stigunum þrátt fyrir að spila tíu á móti ellefu síðustu 30 mínútur leiksins.

„Ég sá bara leikmann West Ham vera kominn í skyndisókn og reyndi að stoppa hann. Ég bara misreiknaði mig," sagði Rooney.

Wayne Rooney er á leiðinni í þriggja leikja bann og missir af öllum deildarleikjum United í októbermánuði. Næsti leikur Rooney verður í fyrsta lagi á móti nágrönnunum í Manchester City 2. nóvember næstkomandi.



Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×