Erlent

Romney hyggst ekki bjóða sig fram

Atli Ísleifsson skrifar
Romney bauð sig einnig fram í forvali Repúblikanaflokksins árið 2008 en beið þar lægri hlut fyrir öldungadeildarþingmanninum John McCain.
Romney bauð sig einnig fram í forvali Repúblikanaflokksins árið 2008 en beið þar lægri hlut fyrir öldungadeildarþingmanninum John McCain. Vísir/AP
Mitt Romney mun ekki bjóða sig fram til forseta í Bandaríkjunum á nýjan leik. Repúblikaninn Romney var frambjóðandi flokks síns í forsetakosningunum 2012 þar sem hann beið lægri hlut fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Hinn 67 ára Romney segir í tilkynningu að best sé að gefa öðrum leiðtogum innan flokksins tækifæri að verða frambjóðandi flokksins.

Vangaveltur hafa verið upp um framboð Romney en hann hefur nú tekið af allan vafa.

Romney bauð sig einnig fram í forvali Repúblikanaflokksins árið 2008 en beið þar lægri hlut fyrir öldungadeildarþingmanninum John McCain.

Meðal þeirra Repúblikana sem íhuga að bjóða sig fram til forseta eru Jeb Bush, fyrrum ríkisstjóri Flórida, Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey og öldungadeildarþingmaðurinn Rand Paul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×