Innlent

Rólegt í Gistiskýlinu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Nokkuð rólegt hefur verið í Gistiskýlinu við Lindargötu, sem er fyrir heimilislausa karlmenn, yfir hátíðarnar. Þá hafa góðhjartaðir einstaklingar komið þar við með gjafir fyrir þá sem þar hafa dvalið.

Gistiskýlið er neyðarathvarf fyrir heimilislausa karlmenn í Reykjavík. Í skýlinu eru rúm fyrir 33 en innan við helmingur hefur verið í notkun um jólin. Sigvarður Ísleifsson, starfsmaður Gistiskýlisins, segir að meðaltali hafa verið tólf til fjórtán manns í gistingu um hátíðarnar. Þá hafi fjölmargir lagt leið sína þangað með gjafir fyrir þá sem þar hafa dvalið.

Sigvarður segir mennina hafa fengið sérstakan jólamat.

„Þeim var boðið í mat í Hjálpræðishernum og síðan gaf Samhjálp þeim veislumat í gær,“ segir Sigvarður og að fremur rólegt og notarlegt hafi verið í Gistiskýlinu um jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×