Enski boltinn

Rodgers er eins og Wenger

Toure er hér á ferðinni í leik gegn Real Madrid á dögunum.
Toure er hér á ferðinni í leik gegn Real Madrid á dögunum. vísir/getty
Kolo Toure, miðvörður Liverpool, segir að það sé margt líkt með knattspyrnustjórunum Arsene Wenger og Brendan Rodgers.

Toure vann auðvitað með Wenger á tíma sínum hjá Arsenal. Hann var meðal annars í meistaraliðinu árið 2004.

„Ég sé mikinn Wenger í Rodgers því hann er svo gáfaður. Hann kann að tala við leikmenn og ná því besta úr mönnum. Hann mun rífa lið Liverpool upp," segir Toure.

„Líkt og Wenger er hann alltaf með á æfingum að reyna að bæta leikmenn. Leikstíll þeirra er heldur ekki ósvipaður. Við verðum að standa við bakið á Brendan því hann er einn besti stjóri deildarinnar. Hann er á pari við bestu stjórana sem ég hef haft. Stjórar þurfa tíma og fái hann tíma mun hann gera flotta hluti fyrir félagið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×