Enski boltinn

Rodgers: Bikaráfall helgarinnar mun hjálpa Chelsea gegn Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers og Jose Mourinho.
Brendan Rodgers og Jose Mourinho. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, er viss um að hið óvænta bikartap Chelsea á móti Bradford City um helgina muni hjálpa Chelsea-liðinu í seinni undanúrslitaleik enska deildabikarsins sem fer fram í kvöld.

Chelsea tekur á móti Liverpool á Stamford Bridge í kvöld en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Anfield. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Chelsea tapaði 4-2 á móti C-deildarliði Bradford City á Stamford Bridge um helgina þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleiknum.

„Úrslitin um helgina hjálpa okkur ekki. Þeir munu koma betur einbeittir til leiks því allir vilja koma og sýna sitt rétta andlit eftir svona leik," sagði Brendan Rodgers við BBC.

„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur en við mætum óttalausir til leiks og styrkur okkur liðs er ekki síst í sóknarleiknum. Við sýndum það í síðasta leik gegn þeim," sagði Rodgers en Liverpool-liðið spilaði mjög vel í fyrri leiknum og átti meira en jafntefli skilið. Mörkin úr þeim leik eru hér fyrir neðan.

„Liðið mitt hefur ekki spilað betur á tímabilinu, er  búið að vera á uppleið síðustu vikur og því fylgir mikið sjálfstraust. Við erum líka að spila vel á útivöllum og mun ekki gefast upp svo auðveldlega í þessum leik," sagði Brendan Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×