Erlent

Risavaxið smástirni úr gulli framhjá jörðinni

Risavaxið smástirni, 433 Eros að nafni, kemur nálægt jörðinni í dag en Eros siglir framhjá jörðinni í um 27 milljón kílómetra fjarlægð sem þykir stutt vegalengd í stjörnufræðinni.

Eros er næststærsta smástirnið sem svífur reglulega framhjá jörðinni á braut hennar um sólu en það er 30 kílómetrar að lengd og 13 kílómetrar að breidd.

Það sem þykir athyglisvert er að Eros er að mestu úr gulli. Raunar er meira gull í Eros en unnið hefur verið úr jörðu samanlagt í sögu mannkynsins. Reiknað er með að gullið í Eros sé 20.000 milljarða dollara virði eða 2,5 milljónir milljarða króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×