Erlent

Risaeðlurnar voru óheppnar

Freyr Bjarnason skrifar
Dýrin dóu út fyrir 66 milljónum ára eftir að smástirni rakst á jörðina.
Dýrin dóu út fyrir 66 milljónum ára eftir að smástirni rakst á jörðina. Nordicphotos/AFP
Þegar risaeðlur dóu út fyrir 66 milljónum ára eftir að smástirni rakst á jörðina voru þær viðkvæmar fyrir.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar við Edinborgarháskóla olli hækkun sjávar og eldfjallavirkni því að margar dýrategundir voru viðkvæmar fyrir því að deyja út. Tegundirnar hefðu hugsanlega lifað af ef smástirnið hefði rekist á jörðina nokkrum milljónum ára fyrr eða síðar.

Dr. Steve Brusatte hjá Edinborgarháskóla sagði við BBC að um „risavaxna óheppni“ hefði verið að ræða. Ellefu risaeðlusérfræðingar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada unnu saman að rannsókninni og voru niðurstöðurnar birtar í tímaritinu Biologial Reviews.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×