Innlent

Ríkissjóður og Seðlabanki endurgreiða 116 milljarða af lánum AGS

Ríkissjóður Íslands og Seðlabanki Íslands endurgreiða 116 milljarða króna af lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndum í þessum mánuði.

Um er að ræða fyrirframgreiðslu sem er jafnvirði um 55.6 milljörðum til AGS og 60.5 miljörðum til Norðurlandanna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

„Aðgerðin í dag miðar að því að greiða niður lán til skemmri tíma og draga þannig úr kostnaði við gjaldeyrisforðahald," segir í tilkynningunni. „Ákvörðun um endurgreiðslu er tekin með hliðsjón af tiltölulega rúmri lausafjárstöðu ríkissjóðs og Seðlabankans í erlendri mynd næstu misseri."

mynd/Seðlabankinn
Upphafleg lán AGS og Norðurlandanna numu upphaflega 3.4 milljörðum evra eða sem svarar um 564 milljörðum króma miðað við núverandi gengi.

Þá er tekið fram að endurgreiðslan hafi ekki áhrif á hreinar skuldir ríkissjóðs en heildarskuldir ríkissjóðs lækka um 3.4% af vergri landsframleiðslu. Erlend skuldastaða þjóðarbúsins lækkar í heild um 6.6% af vergri landsframleiðslu við þessar breytingar en nettóskuldastaða er óbreytt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×