Innlent

Ríkissaksóknari telur forsendur fyrir endurupptöku

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd úr dómsal í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Mynd úr dómsal í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Mynd/ Bjarnleifur.
Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari, skilaði áliti sínu í gær til endurupptökunefndar í málum Guðjóns Skarphéðinssonar og Erlu Bolladóttur. Þar kemur fram að hann telji forsendur vera fyrir því að taka upp mál Guðjóns.

Þetta staðfestir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, í samtali við Vísi.

Guðjón og Erla voru eins og kunnugt er dæmd árið 1980 fyrir morð í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um umsögnina um mál Erlu. Umsögn hennar segir Ragnar vera í skoðun hjá lögmönnum.

„Settur ríkissaksóknari hefur verið með þetta mál gríðarlega lengi,“ segir Ragnar. „Hann á enn eftir að skila umsögn í að minnsta kosti þremur málum.“

Ragnar telur að endanleg niðurstaða fáist ekki um endurupptöku fyrr en í lok árs. Hann telur sjálfur nokkuð víst að málin verði tekin upp á ný. „En við vitum ekkert á hvern endurupptökunefnd hlustar að lokum.“

Fimm endurtökubeiðnir liggja fyrir vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Settur ríkissaksóknari á enn eftir að skila umsögn hvað varðar mál Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar og Alberts Klahn Skaptasonar. Þeirra er að vænta nú í júní.


Tengdar fréttir

Í skugga Guðmundar og Geirfinns

Hvörf eru nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt var í Kúlunni í gærkvöld. Leikstjóri verksins og einn höfunda er Rúnar Guðbrandsson, sem fékk hugmyndina eftir samskipti við Sævar Ciesielski fyrir nítján árum. Verkið hefur tekið miklum breytingum á meðgöngunn

Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir

Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins.

Óreiðukennt uppgjör við Geirfinnsmálið

Hvörf er hörð ádeila á íslenskt réttarkerfi og glæpsamlega meðferð yfirvalda í einu stærsta sakamáli íslensku þjóðarinnar sem líður fyrir óreiðukennda framsetningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×