Innlent

Ríkislögreglustjóri segir að útboð hafi verið ómögulegt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haraldur Johannessen segir að um skyndiútboð hafi verið að ræða.
Haraldur Johannessen segir að um skyndiútboð hafi verið að ræða.
Innkaup á gasi og öðrum óeirðarbúnaði sem lögreglan keypti í fyrra voru skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra vegna ábendingar Ríkisendurskoðunar um að ekki hafi verið staðið eðlilega að kaupum á búnaði fyrir lögregluna fyrir 91 milljón króna.

Ríkislögreglustjóri segist að sjálfsögðu vera sammála Ríkisendurskoðun um að innkaup eigi að bjóða út eða leita tilboða í samræmi við lög um opinber innkaup. Það hafi hins vegar ekki verið hægt í þessum tilfellum. Ríkislögreglustjóri hafi ákveðið að höfðu samráði við dómsmálaráðherra að leita allra leiða til að afla nauðsynlegs öryggis- og varnarbúnaðar fyrir lögregluna.

Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra í dag án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×