Viðskipti innlent

Ríkið selur í Reitum fyrir 3,9 milljarða

Ingvar Haraldsson skrifar
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita
Ríkissjóður seldi 6,38 prósenta hlut sinn í Reitum fasteignafélagi á 3,9 milljarða króna. Útboði sem Landsbankinn stýrði lauk í gærmorgun. Ríkið eignaðist hlut í Reitum og fleiri hlutafélögum með stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu bankanna.

Alls óskuðu fjárfestar eftir að kaupa 73.010.000 hluti í Reitum, eða sem nemur 9,9% af heildarhlutafé í Reitum. Alls seldi ríkið 47.222.796 milljónir hluta í félaginu. Sölugengi í útboðinu var 83,3 krónur á hlut en gengið verður frá viðskiptunum á miðvikudaginn.

Í kjölfar þess að tilkynnt var um söluna hækkaði hlutabréfaverð í Reitum og nam 84,4 krónum á hlut við lokun markaða í gær. Eftir viðskiptin á ríkið ekki hlut í Reitum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×