Innlent

Ríkið og „Blandið“ í eina sæng

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um tímamótasamkomulag er að ræða
Um tímamótasamkomulag er að ræða
Ríkið hefur samið við einn vinsælasta vef landsins, bland.is, um að taka að sér sölu notaðra lausamuna fyrir opinberar stofnanir.

Á vef Ríkiskaupa segir að um tímamótasamning sé að ræða. Í samningnum er vísað til þess að bland.is sé stærsta sölu-og markaðstorg á Íslandi með yfir 200.000 skráða notendur. Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir ríkið að koma notuðu dóti í verð í gegnum vefinn en um er að ræða t.d. húsbúnað, tölvur og skrifstofubúnað.

Samningurinn er tilraunaverkefni til eins árs og tók gildi þann 15. júní sl. Það má því búast við miklu fjöri á „Blandinu“ í vetur þar sem væntanlega verður barist um fullt af ríkisgóssi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×