Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. júní 2014 07:00 Um 15 til 20 prósent af vörum eru líklega rangt flokkuð. Mynd/Apple.com Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í tollflokkinn „sjálfvirkar ferðagagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytjendur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnaðarefni. Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða myndflutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunnar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í tollflokkinn „sjálfvirkar ferðagagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytjendur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnaðarefni.
Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira