Innlent

Rifta samkomulagi við endurvinnslustöð fyrir skip

Sveinn Arnarsson skrifar
Fyrirtækið áformaði að rífa skip niður í brotajárn á Dalvík.
Fyrirtækið áformaði að rífa skip niður í brotajárn á Dalvík. Fréttablaðið/Stefán
Sveitarfélagið Dalvíkurbyggð hefur ákveðið að slíta viðræðum við TS Shippingline um úthlutun á lóð til uppbyggingar á endurvinnslustöð fyrir skip. Að mati sveitarfélagsins fullnægði viðsemjandi ekki skilyrðum fyrir samningsgerð. Fyrrverandi talsmaður fyrirtækisins hér á landi hefur ekki heyrt frá því í um hálft ár.

Upplýsingarnar komu fram í tilkynningu Dalvíkurbyggðar í gær. „Eins og kemur fram þá erum við búin að senda bréf þess efnis til fyrirtækisins að slíta viljayfirlýsingu við fyrirtækið. Að okkar mati hefur skilyrðum ekki verið fullnægt,“ segir Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður bæjarráðs. „Við fórum fram á það við fyrirtækið að það myndi halda annan fund með íbúum og sýna þeim með þrívíddarmyndum hvernig það hygðist nýta lóðina. Þeir önsuðu ekki þeirri beiðni okkar heldur vildu fyrst fá undirritaðan lóðarleigusamning. Það gátum við ekki sætt okkur við.“

Fyrirtækið TS Shippingline ætlaði sér stóra hluti á Hauganesi í Dalvíkurbyggð. Ætlaði fyrirtækið að rífa niður skip í brotajárn. Nokkur andstaða var við þessar hugmyndir innan bæjarfélagsins strax í upphafi. Því vildu bæjaryfirvöld fá íbúafund svo bæjarbúar gætu glöggvað sig á umfangi starfseminnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×