Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi 13. nóvember 2010 06:00 Ögmundur jónasson Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarfinu, V-dagssamtökunum og öllum þingflokkum. Tilefni fundarins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fundinn hafa verið gagnlegan og skoðanir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, ráðskona Femínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttakendur hafi verið sammála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðgunarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns tillögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferðisafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á málaflokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksóknara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fundurinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dregið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers annars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann.stigur@frettabladid.is Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarfinu, V-dagssamtökunum og öllum þingflokkum. Tilefni fundarins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fundinn hafa verið gagnlegan og skoðanir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, ráðskona Femínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttakendur hafi verið sammála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðgunarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns tillögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferðisafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á málaflokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksóknara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fundurinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dregið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers annars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira