ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 12:12

Guđmundur ráđinn forstöđumađur hjá Flugfélagi Íslands

VIĐSKIPTI

Reyndi viđ fréttamann í miđju viđtali

 
Sport
12:00 06. JANÚAR 2016
Gayle er hér í umrćddu viđtali.
Gayle er hér í umrćddu viđtali. VÍSIR/GETTY

Krikketmaðurinn Chris Gayle hefur verið harkalega gagnrýndur síðustu daga fyrir framkomu sína gagnvart fréttamanni sem tók viðtal við hann í beinni útsendingu.

Atvikið átti sér stað á mánudag. Gayle var þá í viðtali hjá Melanie McLaughlin í ástralskri sjónvarpsstöð og stakk upp á því að þau myndu fá sér drykk eftir leikinn.

„Ég vildi sjá augun þín í fyrsta sinn. Vonandi munum við vinna þennan leik og við getum svo fengið okkur drykk eftir hann. Ekki roðna, elskan,“ sagði Gayle í viðtalinu sem hefur vakið mikil viðbrögð.

Félag hans, Melbourne Renegades, sektaði Gayle umsvifalaust um eina milljón króna vegna framkomu hans þrátt fyrir að hann hafi stuttu eftir viðtalið beðist afsökunar á hegðun sinni.

Gayle er í enn frekari vandræðum því nú hafa ásakanir komið fram þess efnis að hann hafi berað sig fyrir starfsmanni landsliðs síns á heimsmeistarakeppninni í Krikket í fyrra. Gayle leikur með Vestur-Indíum.

Umræddur starfsmaður mun samkvæmt fjölmiðlum í Ástralíu hafa kvartað undan framkomu Gayle en forráðamenn landsliðsins hafa ekki tjáð sig opinberla um ásakanirnar.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Reyndi viđ fréttamann í miđju viđtali
Fara efst