Erlent

Reyna að bjarga fjölda fólks af brennandi bílferju á Adríahafi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ferjan var stödd 44 sjómílum norð-vestur af eyjunni Corfu þegar neyðarkall barst frá henni.
Ferjan var stödd 44 sjómílum norð-vestur af eyjunni Corfu þegar neyðarkall barst frá henni. Vísir/StefanosKozanis
Unnið er að því að bjarga 466 farþegum og áhafnarmeðlimum af brennandi bílferju á Adríahafi. Ferjan var á leið frá Grikklandi til Ítalíu þegar eldur kviknaði um borð um klukkan 4.00 að íslenskum tíma. Grísk, ítölsk og albanísk stjórnvöld hafa sent björgunarteymi á staðinn.

Erfiðar aðstæður eru þar sem ferjan er stödd og gengur björgunarstarf illa. Um 150 farþegum hefur þó verið bjargað en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látist um borð vegna eldsins eða hvort einhverjir séu í sjónum.

Ferjan, sem heitir Norman Atlantic, siglir undir ítölskum fána. Þegar hún lagði frá höfn voru um borð 222 bifreiðar, 411 farþegar og 55 áhafnarmeðlimir, samkvæmt Guardian. Hún var stödd 44 sjómílum norð-vestur af eyjunni Corfu þegar neyðarkall barst frá henni eftir að eldur kom upp um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×